Þrír með stöðu sakbornings

Gerð hefur verið krafa um gæsluvarðhald yfir þremur aðilum er …
Gerð hefur verið krafa um gæsluvarðhald yfir þremur aðilum er hafa stöðu sakbornings í málinu en úrskurður liggur ekki fyrir. mbl.is/Sigurður Bogi

Lögregla fer fram á gæsluvarðhald yfir þremur einstaklingum sem handteknir voru eftir að karlmaður lést eftir stunguárás á Ólafsfirði í nótt. Úrskurður um varðhald liggur ekki fyrir.  Þetta kemur fram í færslu lögreglunnar á Norðurlandi eystra á Facebook.

Í færslunni segir að auk hins látna hafi einn einstaklingur verið á vettvangi með áverka og fékk hann aðhlynningu á sjúkrahúsi. Vettvangsrannsókn er lokið og hefur verið farið fram á réttarkrufningu yfir hinum látna.

Fram kemur að rannsókn málsins er í fullum gangi og miðar að því að upplýsa málsatvik. Lögregla telur sig hafa þá í haldi sem eru viðriðnir málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert