Gæti sparað 150 milljarða

Bjarni Benediktsson kynnti fyriráætlanir sínar í gær og segir þær …
Bjarni Benediktsson kynnti fyriráætlanir sínar í gær og segir þær til þess gerðar að verja ríkisstjóð og tryggja efnahagslegan stöðugleika. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íbúðalánasjóður verður gjaldþrota innan tólf ára að öllu óbreyttu og þá mun reyna á ríkisábyrgð að baki honum. Þetta sýnir ný skýrsla sem fjármála- og efnahagsráðherra hefur látið vinna og lögð verður fyrir Alþingi. Samkvæmt henni nemur mánaðarlegt tap af starfsemi sjóðsins 1,5 milljörðum króna og flest bendir til þess að sú staða versni á komandi árum. Þannig verði tap sjóðsins, við lok líftíma skuldbindinga hans, 450 milljarðar króna, eða 200 milljarðar að núvirði.

Freista þess að ná samkomulagi

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti efni skýrslunnar á fundi í gær eftir lokun markaða. Þar kynnti hann hugmynd þess efnis að náð yrði samkomulagi við lánardrottna sjóðsins sem fæli í sér samkomulag og uppgjör skulda. Það gæti, þegar upp yrði staðið, sparað ríkissjóði 150 milljarða króna.

„Ég tel ekki annað eðlilegt en að grípa inn í,“ sagði Bjarni um stöðuna þegar blaðið náði tali af honum í gærkvöldi. Ítrekaði hann að vegna hins gríðarlega taps, sem sjóðurinn stendur frammi fyrir, mætti engan tíma missa. Bjarni sagði að ef ekki næðist samkomulag á þessum grunni fyrir árslok myndi hann leggja fram frumvarp á Alþingi sem fæli í sér að sjóðnum yrði slitið á nýju ári, skuldir látnar gjaldfalla og að ríkisábyrgð yrði þannig virkjuð.

Það væri gerlegt þar sem ríkissjóður sé ekki í sjálfskuldarábyrgð vegna skulda ÍL-sjóðs. Ítarlegt lögfræðiálit staðfesti að ábyrgðin sé svokölluð einföld ábyrgð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka