Lærði íslensku og stefnir á húsasmíði

Muslim Salimov flutti ræðu fyrir hönd útskrift­ar­nema.
Muslim Salimov flutti ræðu fyrir hönd útskrift­ar­nema. Ljósmynd/Tækniskólinn

Muslim Salimov er 19 ára gamall og kom til Íslands í lok október 2020 og hóf nám á íslensku­braut í Tækniskólanum í janúar 2021. Hann flutti ræðu fyrir hönd útskrift­ar­nema og sagði meðal annars frá dvöl sinn í Tækni­skól­anum.

„Námið í Tækniskólanum hjálpaði mér mjög mikið þar sem ég get núna talað íslensku, það var mjög erfitt en mig langaði það mjög mikið. Ef þig langar eitthvað nógu mikið þá geturðu gert það,“ segir Muslim.

Draumurinn að stofna eigið fyrirtæki

Hann segist finna mikinn mun á lífinu frá því hann kom til Íslands fyrst og íslensku kunnáttan engin og nú þegar hann hefur náð betri tökum á íslenskunni. Í janúar mun hann síðan hefja nám í húsasmíði og segir drauminn vera að stofna eigið fyrirtæki.

„Núna get ég talað við fólk og lært en ég vil alltaf læra meira. Ég er ekki góður í ensku og get lesið betur á íslensku en á ensku. Það er auðveldara að kynnast fólki þegar maður talar íslensku. Núna get ég farið í húsasmíði þar sem hún er kennd á íslensku en draumurinn er að klára sveinspróf og stofna fyrirtæki í framtíðinni,“ segir Muslim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert