Dúx Háskólabrúar með 9,64 í meðaleinkunn

Nanna Kristjana Traustadóttir, framkvæmdastjóri Keilis.
Nanna Kristjana Traustadóttir, framkvæmdastjóri Keilis. Ljósmynd/Keilir

Alls útskrifuðust 43 nemendur úr Keili - Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, við athöfn í Hljómahöll í Reykjanesbæ á föstudaginn. Í heildina hafa því 4.595 einstaklingar útskrifast úr námi við skóla miðstöðvarinnar.

Hjördís Egilsdóttir og Arnór Sindri Sölvason hófu athöfnina með ljúfu tónlistaratriði fyrir viðstadda. Því næst flutti Nanna Kristjana Traustadóttir, framkvæmdastjóri Keilis, ávarp og stýrði sjálfri athöfninni.

Nemendurnir sem útskrifuðust.
Nemendurnir sem útskrifuðust. Ljósmynd/Keilir

Háskólabrú brautskráði samtals 28 nemendur, Menntaskólinn á Ásbrú brautskráði þrjá nemendur af stúdentsbraut í tölvuleikjagerð og Heilsuakademían brautskráði 12 nemendur í fótaaðgerðafræði.

Dúx Háskólabrúar var Ágústa Pétursdóttir sem hlaut meðaleinkunnina 9,64 og fékk hún peningagjöf frá Arion banka og Keili sem viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. 

Dúx fótaaðgerðafræðinnar var Hrafnhildur Árnadóttir með 9,62 í meðaleinkunn og hlaut hún gjöf frá Áræði heildverslun og EM heildverslun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert