Allmargir bílar fuku út af

Hann var ansi illa leikinn húsbíllinn frá Happy Campers sem …
Hann var ansi illa leikinn húsbíllinn frá Happy Campers sem valt í Öræfum í morgun. Ljósmynd/Landsbjörg

Mikið hvassviðri gerði í Öræfum í morgun en samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg fuku allmargir bílar út af þjóðveginum og voru vegfarendur almennt í vandræðum.

Stíf vestanátt mældist við Kvísker en mesti vind­hraði mæld­ist þar 29 metr­ar á sek­úndu klukk­an tíu. Þá mæld­ust vind­hviður allt upp í 49 metra á sek­úndu á sama tíma.

Varla stætt við Fjallsárlón

Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg var sérstaklega hvasst við Fjallsárlón þar sem varla var stætt. Björgunarsveitin Kári í Öræfum og Björgunarfélag Hornafjarðar komu að aðgerðum í morgun, þar sem þjóðveginum var lokað frá Skaftafelli að vestan og Jökulsárlóni að austan meðan mesta hvassviðrið gekk yfir.

Slíkur var strekkingurinn að hluti yfirlags vegar fauk upp. Þá urðu tvær bílveltur á svæðinu þar sem meðal annars þurfti að ræsa út sjúkraflug frá Hornafirði vegna hugsanlegra innvortis blæðinga eins farþega í húsbíl. 

Veðurvefur mbl.is

Slíkur var strekkingurinn að hluti yfirlags vegar fauk upp.
Slíkur var strekkingurinn að hluti yfirlags vegar fauk upp. Ljósmynd/Landsbjörg
Tvær bílveltur urðu í öræfum í morgun og allmargir bílar …
Tvær bílveltur urðu í öræfum í morgun og allmargir bílar fuku út af þjóðveginum. Ljósmynd/Landsbjörg
Björgunarsveitin Kári í Öræfum, og Björgunarfélag Hornafjarðar komu að aðgerðum …
Björgunarsveitin Kári í Öræfum, og Björgunarfélag Hornafjarðar komu að aðgerðum í morgun, þar sem þjóðveginum var lokað frá Skaftafelli að vestan og Jökulsárlóni að austan, meðan mesta hvassviðrið gekk yfir. Ljósmynd/Landsbjörg
Viðbragðsaðilar að störfum.
Viðbragðsaðilar að störfum. Ljósmynd/Landsbjörg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert