Villandi fyrirsagnir erlendra miðla

Fyrirtækjum hafa borist fleiri fyrirspurnir um hvort öruggt sé að …
Fyrirtækjum hafa borist fleiri fyrirspurnir um hvort öruggt sé að ferðast til landsins vegna ástandsins á Reykjanesskaga. Samsett mynd

„Við rekjum þetta til villandi fjölmiðlaumfjöllunar erlendis,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, um fjölda fyrirspurna ferðamanna um hvort öruggt sé að ferðast til Íslands. 

Í samtali við mbl.is kveðst Bjarnheiður ekki kannast við að fólk sé farið að afbóka ferðir, en að Samtökum ferðaþjónustunnar hafi borist þó nokkrar ábendingar frá rekstraraðilum um að ferðamenn séu í auknum mæli að senda fyrirspurnir um hvort öruggt sé að ferðast til landsins.

Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. mbl.is/Hákon

Sumir lesa bara fyrirsagnir

Bjarnheiður segir upplýsingamiðlun lykilatriði í tilfellum sem þessum, enda séu margir ferðamenn órólegir vegna hamfarafyrirsagna um eldgos og hættustig í landinu. 

„Það eru þessar stríðsfyrirsagnir sem gefa í skyn að það sé allt Ísland sem sé undir (...) en ekki að þetta sé takmarkað við einn landshluta,“ segir Bjarnheiður, „eins og við vitum þá lesa sumir bara fyrirsagnir.“

Hún segir því mikilvægt að ferðamenn afli sér öruggra upplýsinga og vísar til þess að aðilar í ferðaþjónustu geti vísað viðskiptavinum sínum á vefsíður Visit Iceland og Safe Travel fyrir áreiðanlega upplýsingagjöf. 

Frá eldgosinu við Litla Hrút. Mynd úr safni.
Frá eldgosinu við Litla Hrút. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki eins og fyrri gos

Aðspurð segir Bjarnheiður segir ómögulegt að segja hvaða áhrif það kunni hafa á ferðaþjónustuna ef eldgos hefst.

Vissulega hafi fyrri gos verið aðdráttarafl fyrir ferðamenn, en að þessu sinni séu aðstæður öðruvísi þar sem ógn steðji að byggð. 

„Þetta er allt öðruvísi en þessi þrjú fyrri.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert