Bestla keypti eftirsótta lóð á Nauthólsvegi

Byggingarlóðin er við Hlíðarenda og Hótel Loftleiðir.
Byggingarlóðin er við Hlíðarenda og Hótel Loftleiðir. Ljósmynd/Sigurður Ólafur Sigurðsson/RVK

Bestla þróunarfélag ehf. hefur keypt byggingarréttinn á lóðinni Nauthólsvegi 79 af Reykjavíkurborg.

Verð lóðarinnar var 715,7 milljónir króna og bundið byggingarvísitölu í nóvember sl. Jafnframt greiðir Bestla um 102,5 milljónir í gatnagerðargjöld.

Guðjón Helgi Guðmundsson, byggingarstjóri Bestlu byggingarfélags, segir áformað að hefja jarðvinnu í haust.

Guðjón Helgi og Jón Ágúst Garðarsson eru eigendur félagsins.

Nokkur tilboð bárúst

Forsaga málsins er að 29. júní síðastliðinn voru bókuð inn tilboð vegna auglýsingar um sölu byggingarréttar á lóðinni Nauthólsvegi 79. Félagið Skientia ehf. var hæstbjóðandi en félagið bauð 751 milljón króna í lóðina. Næsthæsta boð kom frá ÞG Asparskógum ehf. eða 665 milljónir. REIR verk varð svo í þriðja sæti en það bauð 419 milljónir.

Hægt er að lesa umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert