Fjórir geimfarar á leið til jarðar

Andy Mogensen (til vinstri) afhendir Oleg Kononenko frá Rússlandi stjórn …
Andy Mogensen (til vinstri) afhendir Oleg Kononenko frá Rússlandi stjórn geimstöðvarinnar. AFP/NASA

Fjórir geimfarar yfirgáfu Alþjóðlegu geimstöðina, ISS, í dag og lögðu af stað til jarðar eftir rúmlega sex mánaða leiðangur.

Hópurinn, sem bandaríski geimfarinn Jasmin Moghbeli leiðir, lagði af stað út í geiminn í ágúst síðastliðnum í geimfari SpaceX, Crew Dragon.

Sama geimfarið lagði af stað heim á leið í morgun. Einnig eru um borð Andreas Mogensen frá Danmörku, Satoshi Furukawa frá Japan og Konstantin Borisov frá Rússlandi.

Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) og Space X reikna með því að hópurinn lendi undan ströndum Flórída um hálftíuleytið í fyrramálið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert