Bleikjur gerast ekki mikið flottari

Komin í háfinn eftir mikil átök. Þær verða ekki mikið …
Komin í háfinn eftir mikil átök. Þær verða ekki mikið fallegri en þetta. Ljósmynd/ÁB

Bleikjurnar í Soginu vekja sífellt meiri athygli. Eftir að sleppingar hófust í landi Ásgarðs hefur stofninn dafnað þar og sífellt fleiri ná þeirri stærð sem veiðimenn dreymir. Nú hafa komið magnaðir dagar í bleikjuveiðinni í Soginu og þá veiðist ein og ein í yfirstærð.

Talin vera sjö pund, þessi ótrúlega flotta bleikja úr Soginu. …
Talin vera sjö pund, þessi ótrúlega flotta bleikja úr Soginu. Erik Koberling hefur alla ástæðu til að vera afar ánægður. Ljósmynd/ÁB

Erik Koberling, sem í fyrra gerðist staðarhaldari í Blöndu, var að veiða í Ásgarði í dag og í gær. Hann setti í bleikju sem viðstaddir giskuðu á að væri um sjö pund. Sjálfur hafði hann ekki tök á að mæla hana, þar sem hann var staddur úti í miðri á þar sem hann landaði henni. En myndin sýnir svo glögglega hversu magnað eintak þessi bleikja er. 

Hún tók hina klassísku púpu Pheasant Tail númer sextán. „Þetta eru svo sterkir fiskar og ég tókst á við hana í fimmtán til tuttugu mínútur. En ég er búinn að læra að veiða bleikju hér með félögum mínum og það er búið að vera frábært,“ sagði kátur Erik Koberling.

Þegar þú ert að veiða Ásgarðsland er gott að hafa …
Þegar þú ert að veiða Ásgarðsland er gott að hafa aðstoð. Erik er hér með félaga sínum, Óttari Finnssyni. Ljósmynd/ÁB

Með hlýnandi dögum hefur bleikjuveiðin glæðst á svæðinu og komið hafa dagar þar sem menn hafa verið að landa upp í þrjátíu fiskum. Nánast öll veiðin er á púpur og veitt andstreymis.

„Það var svo frábært, eftir allt þetta Covid að komast út og fara að veiða í rólegheitum og njóta íslenskrar náttúru. Ég var alveg í skýjunum. Svo vorum við líka að veiða vel. Flottar bleikjur og líka stóra urriða. Alger vítamínsprauta,“ sagði Erik í samtali við Sporðaköst nú síðdegis. 

Þetta er samt ekki stærsta bleikja sem Erik hefur veitt. Hann fékk stærri fisk í Bíldsfellinu fyrir mörgum árum síðan. Bíldsfellið er svæðið á móti Ásgarði. Þá vissi Erik til þess að Þrastarlundasvæðið hafði verið að gefa fína veiði og einn félagi hans fékk þar fimm bleikjur í síðustu viku.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert