Morgunverður að hætti Gordon Ramsay

Ofsalega girnileg útgáfa af egg benedikt.
Ofsalega girnileg útgáfa af egg benedikt. mbl.is/Matarmenn

Hér er á ferðinni uppskrift sem við getum ekki litið framhjá – enda engin ástæða til. Það eru Matarmenn sem færa okkur egg benedikt með stökkri parmaskinku og heimagerðri hollandaise sósu, en þeir fengu þessa klassísku uppskrift úr smiðju Gordon Ramsay.

Egg benedikt með stökkri parmaskinku

  • Ólífuolía til steikingar
  • 50 ml hvítvínsedik
  • 10 sneiðar parmaskinka
  • 4 egg
  • 2 enskar skonsur

Hollandaise sósa

  • 3 eggjarauður
  • 2 tsk. hvítvínsedik
  • 250 g bráðið smjör
  • 1 msk. ferskur sítrónusafi
  • Salt og pipar eftir smekk
  • Graslaukur (val)

Aðferð:

  1. Hitið olíu á pönnu og steikið parmaskinkuna. Þerrið skinkuna með eldhúspappír.
  2. Skerið skonsuna þvert og steikið á sömu pönnu þar tl þær verða gullinbrúnar og krispí.
  3. Hitið vatn að suðu í stórum potti. Bætið við ediki og salti.
  4. Brjótið eggið í bolla eða litla skál, hrærið í pottinum með hringlaga hreyfingum þar til vatnið helst á ferð hring eftir hring. Leggið þá bollann varlega í miðjuna svo eggið fljóti úr honum. Sjóðið eggið í 3 mínútur og takið það svo varlega upp úr pottinum og þerrið á eldhúspappír.
  5. Raðið nú saman skonsunni með stökkri parmaskinku og egginu og toppið með hollandaise sósu og graslauk (ekki nauðsyn en mjög gott og fallegt).

Hollandaise sósa

  1. Setjið vatn í pott og skál yfir þannig að hún snerti ekki vatnið. Hitið þannig það rétt bubbli í pottinum.
  2. Bætið eggjarauðum og ediki í skálina og hrærið vel þar tl blandan byrjar að þykkna.
  3. Þá má byrja að bæta við smjörinu, gott er að setja um tvær matskeiðar í einu og hræra vel á milli.
  4. Þegar allt smjörið er komið saman við blönduna er sítrónusafanum bætt við ásamt salti og pipar eftir smekk.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert