Svona gerir Albert Eiríks karamellukjúkling

Karamellukjúklingurinn hans Alberts lítur vel út og er fylltur með …
Karamellukjúklingurinn hans Alberts lítur vel út og er fylltur með þurrkuðum ávöxtum. Öðruvísi uppskrift fyrir þá djörfu. Ljósmynd/Albert Eiríks

Eins og Albert Eiríks matgæðingur og matarbloggari ritar á vefsíðu sinni Albert eldar þá tengir maður helst þurrkaða ávexti við ávaxtagraut með rjóma eða fyllt lambalæri með þurrkuðum ávöxtum. En Albert er búinn að prófa að gera fylltan kjúkling með þurrkuðum ávöxtum og segir það vera hreinustu dásemd. „Toppurinn er að fá karamellukeiminn af púðursykrinum,“ segir Albert. Hér er uppskriftin kominn og spurning hvort það sé ekki lag að prófa?

Berið kjúklinginn fram með því sem hugurinn girnist.
Berið kjúklinginn fram með því sem hugurinn girnist. Ljósmynd/Albert Eiríks

Karamellukjúklingur með þurrkuðum ávöxtum

  • 2 vænir kjúklingar
  • 1/3 bolli appelsínusafi
  • 1 bolli þurrkaðir ávextir
  • 12 hvítlauksrif, söxuð
  • 1 ½ msk. rifið engifer
  • 2 msk. oreganó
  • 1 msk. timian
  • 1/4 bolli rauðvínsedik
  • 3 msk. ólífuolía
  • 1 ½ msk. sítrónusafi
  • 2 lárviðarlauf
  • 1/3 bolli hvítvín
  • Salt og svartur pipar eftir smekk
  • 1/3 bolli púðursykur

Aðferð:

  1. Setjið ávextina í skál með appelsínusafanum og látið standa í um tíu mínútur.
  2. Bætið þá við hvítlauk, engifer, oreganó, timian, ediki, olíu, sítrónusafa, lárviðarlaufi og hvítvíni.
  3. Fyllið kjúklingana með ávaxta-/kryddblöndunni.
  4. Látið marínerast í ísskáp í að minnsta kosti fjórar klukkustundir eða yfir nótt.
  5. Dreifið bankabyggi í botninn á eldföstu móti.
  6. Látið kjúklinginn þar ofan á ásamt safanum.
  7. Kryddið til með salti og pipar.
  8. Dreifið púðursykri fyrir.
  9. Eldið við 175°C í að minnsta kosti 75 mínútur (fer eftir stærð og ofnum).
  10. Berið fram og njótið með því sem hugurinn girnist.
Appelsínur, oreganó, timian, lárviðarlauf, þurrkaðir ávextir, hvítlaukur, engifer og sítróna.
Appelsínur, oreganó, timian, lárviðarlauf, þurrkaðir ávextir, hvítlaukur, engifer og sítróna. Ljósmynd/Albert Eiriks
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert