Karlar borða síður páskaegg en konur

43% svarenda sögðu að eggin frá Nóa Siríus væru í …
43% svarenda sögðu að eggin frá Nóa Siríus væru í uppáhaldi. Ljósmynd/Nói Síríus

Flestir Íslendinga segja að páskaeggin frá Nóa Siríus séu í uppáhaldi hjá sér. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar á vegum Prósents.

Þar var spurt: „Páskaegg frá hvaða framleiðanda er í uppáhaldi hjá þér?“

Í ljós kom að 43% svarenda sögðu að eggin frá Nóa Siríus væru í uppáhaldi. Næst á eftir var Freyja með 20%, Góa með 11%, Sanbó með 8% en 6% völdu aðra framleiðendur sem ekki voru taldir upp hér.

Eggin frá Nóa Siríus eru vinsælust.
Eggin frá Nóa Siríus eru vinsælust. Graf/Prósent

Konur hrifnari af Freyju

Þá kemur fram að marktækt fleiri karlar, eða 17%, segjast ekki borða páskaegg miðað við konur, 7%.

Einnig eru fleiri konur sem segja að páskaegg frá Freyju séu í uppáhaldi hjá sér, eða 24% kvenna miðað við 15% karla.

Karlar segjast síður borða páskaegg, miðað við konur.
Karlar segjast síður borða páskaegg, miðað við konur. Graf/Prósent
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert