Sigurður Erlingsson - haus
31. janúar 2013

Lífið er núna !

Borðarðu einhvern tímann ís án þess að fá samviskubit og hugsa, hmm ég er nú of þung/ur? fjolskylda_1188814.jpgErtu stöðugt að fresta því að fara í frí, þangaði til þú hefur safnað nægum peningum fyrir fríinu eða bara þangað til stendur betur á?  Frestarðu skemmtilegum tækifærum, vegna þess að þú telur þig hafa annað meira áríðandi verkefni sem þarf að ljúka?Flestir eru 100%  sekir um um þessi atriði núna.  

Lífið þitt líður hjá, á meðan þú finnur þér stöðugt afsakanir, engin veit sína ævi, svo það er rétt að njóta hverrar stundar með þeim sem skipta þig máli, núna strax.  Ekki vera of upptekinn að lifa lífinu þannig að þú sért alltaf að velta fyrir þér hvað aðrir eru að hugsa, eða hvernig þú heldur að aðrir haldi að þú eigir að lifa því.
Þegar syrgjendur koma saman og kveðja látin ástvin, þá renna tárin yfir söknuði um orðin sem ekki voru sögð og hlutina sem ekki voru gerðir saman. Veltu því fyrir þér í smá tíma og komdu þér svo af stað að koma hlutunum í verk.

Hvenær fékkstu þér seinast girnilega súkkulaðiköku? Hvenær komstu óvænt í heimsókn til vinar, sem þú ert búinn að ætla að heimsækja í marga mánuði eða ár? Hvað með að fara út með börnunum að leika í snjónum, fara í bíó, hafa spilakvöld eða bara gera eitthvað sem ykkur finnst skemmtilegt?

Það eru til ófáar sögur um fólk, konur og menn sem eru komin á seinasta aldurskeið í lífinu sínu, þar sem það segir frá því hvað það sjái mest eftir í lífinu.  Þau óskuð sér að þau hefðu leikið sér meira. Þau óskuð sér að þau hefður borðað meiri rjómaís án þess að vera með samviskubit. Þau óskuðu þess að þau hefðu ferðast meira og átt meiri og betri stundir með fjölskyldu sinni, maka og börnum.

Það er auðvelt að líta til baka, en þegar þú ert í amstri dagsins þá er koma afsakanirnar endalaust um að gera þetta seinna, þegar betur stendur á.  Láttu ekki afsakanrinar standa í vegi fyrir því að þú njótir lífsins á hverjum tíma.

Hér eru nokkur góð ráð:

1. Hvað er það sem þú hefur endalaust verið að fresta?

Hvað hefur þú endalaust verið að hugsa um að gera, en alltaf frestað?  Hefur þig langað að sjá einhvern stað? Hefur þið langað til að bjóða vinum í mat? Hefur þig langað til að fara helgarferð með fjölskyldunni eða eiga skemmtilega stund með makanum? Að halda endalaust áfram að tala um hlutina, lætur þá ekkert gerast hraðar.  Veldu eitt sem þig hefur lengi langað til að gera og framkvæmdu það.

2. Aðgerðarplanið.

Það er þýðingarlaust að tala um hlutina ef það fylgja ekki aðgerðir á bak við orðin. Ef þig hefur verið að dreyma um að eiga skemmtilega helgi með makanum, hvað þarf í raunveruleikanum til að það geti gerst?  Hvenær hafið þið lausan tíma, hvað mun það kosta, þurfið þið að spara eitthvað til að gera þetta raunverulegt.

Skrifaðu niður nákvæman lista yfir öll skrefin sem þið þurfið að taka til að þetta verið raunverulegt.  Athugið að það þarf ekki að kosta neitt nema tíma að gera skemmtilega hluti.  Að skrá markmið niður í hluta sem eru aðgengilegir, auka líkurnar til muna um að þú náir takmarki þínu. Nýtt þér draumaborðin á www.velgengni.is þar er aðgengilegt svæði til að skrá drauma sína og markmið og koma þeim í gang. Byrjaðu strax.

3. Skemmtu þér.

Hvenær kemur betri tími til að skemmta og leika sér, upplifa sig eins og barn aftur? Við erum aðeins að eldast,  svo er ekki tími núna til að snúa á tímann og leika sér.  Skrifaðu niður lista yfir það sem þig langar til að gera og þú hefur gaman af.  Fá sér bananasplitt. Sjá bíómynd.  Dekurdag í heilsuræktinni. Út að borða og gista nótt á hóteli. Prófa fallhlífarstökk eða svifflug.  Einsettu þér að fá meiri gleði inní lífið þitt.

Gangi þér vel.

mynd
9. ágúst 2012

Fyrirgefning

Fyrirgefning vinnur ekki gegn heilbrigðum takmörkum eða því sem við höfum lært frá eigin upplifun.  Í stað þess kennir það okkur að víkka innri þekkingu og traust. Hver upplifun sem við höfum orðið fyrir er tækifæri til að læra, vaxa og byggja upp samúð. Án fyrirgefningar, munum við verða vansæl og bitur, og á endanum missa lífsgleðina. Krafturinn á bak við fyrirgefninguna er mjúkur og hlýr;… Meira
mynd
2. nóvember 2011

Mikilvæga augnablikið !

Einhvern tímann hefur hver einstaklingur upplifað stað í lífinu þegar þeir hafa   staðið frammi fyrir mikilvægri upplifun sem breytti lífinu. Sumir hafa jafnvel upplifað röð atburða sem breytti algjörlega stefnu þeirra í lífinu varanlega. Ég kalla þessar upplifanir, mikilvæga augnablikið. Mikilvæga augnablikið þitt getur t.d. verið þegar þú  hittir einstakling sem gefur þér… Meira
mynd
7. september 2011

Hamingja er ákvörðun

Velgengni og hamingja eru tilfinningar sem allar manneskjur á jörðinni þrá í hjarta sínu. En samt leita flest okkar af hamingjunni á röngum stöðum, sem veldur okkur enn meiri vonbrigðum og kvöl. Það er vegna þess að við erum að leita af hamingjunni fyrir utan okkur sjálf, eftir einhverjum hlut eða eftir því að einhver annar færi okkur hamingjuna. Við förum frá herberbergi til herbergis í leit að… Meira
mynd
26. ágúst 2011

Njóttu lífsins

Viltu vita hvernig átt þú að njóta lífsins, með því að yfirstíga hindrandi skoðanir?   Skoðanir okkar eða það sem við trúum mótar það hver við erum.  Það sem við trúum innra með okkur, verður það sem við sköpum í kringum okkur.  Það er stundum sagt að okkar innri hugarheimur skapi þann ytri.   Ef við höfum skoðanir og trú sem styður við okkur, sem eru í samræmi við drauma okkar… Meira
mynd
11. ágúst 2011

Náðu árangri !

Til að ná árangri í  verkefnum sem við erum að vinna í, er eitt af lykil atriðunum að taka ábyrgð.  En hvað þýðir það og hvers vegna eru svo margir sem stíga ekki þetta skref. Þegar við tökum ábyrgð, þá fylgir því að við þurfum að fara að gera eitthvað, leita upplýsinga, hitta einhverja, taka ákvarðanir. Þetta er eitthvað sem við óttumst stundum, oftast vegna þess að við vitum ekki hvað… Meira
mynd
25. júlí 2011

Uppgötvaðu styrkleika þína

Ég var enda við að ljúka lestri á frábærri bók „Now, Discover Your Strengths" eftir Marcus Buckingham og Donald Clifton.  Höfundarnir skilgreina hæfileika með allt öðrum hætti en ég hafði hugsað um áður.  Hæfileiki er skilgreindur sem stöðugt mynstur af hugsunum, tilfinningum eða hegðun sem þú getur nýtt þér. Hér koma nokkur dæmi af hæfileikum eins og þeir skilgreina þá: … Meira
mynd
29. júní 2011

Gildin þín

Ég spjalla oft við fólk sem er  óánægt með lífið og þá stefnu sem það er að taka. Einn vinur minn sem er rúmlega fertugur,  hefur verið að klifra upp metorðastigann í starfi sínu og náð góðum árangri þar, en er samt vansæll. Eftir að við höfðum átt gott samtal um þetta og svarað erfiðum spurningum, fundum við út að þessi starfsdraumur var ekki hans, heldur var þetta draumur sem foreldrar… Meira
mynd
16. júní 2011

Særðar tilfinningar

Einn félagi minn sem ég var að spjalla við um daginn, sagði mér að hann væri þreyttur á upplifa sjaldan hamingju og gleði. Hann er rúmlega fertugur, giftur og á börn. „Ég man þegar ég var lítill strákur, þá var ég oft glaður og fullur af eftirvæntingu fyrir lífinu. En foreldrar mínir studdu ekki við mig. Þau voru áhugalaus um að styðja við það sem ég hafði áhuga á  um að örva… Meira
mynd
7. júní 2011

Í sama farinu

Ertu stundum að velta fyrir þér hvers vegna þú ert endalaust fastur í sama farinu.  Þú getur verið að gera allt rétt, farið á námskeið eða lesið bók og fylgt öllum reglunum í nokkurn tíma. Upplifað það þú sért að stíga öll réttu skrefin í átt að velgengni, en samt eru kominn í sama farið eftir smá tíma.  Ø  Alltaf blankur. Ø  Alltaf jafn þungur eða þyngri . Ø  Alltaf að… Meira