Sigurður Erlingsson - haus
16. febrúar 2011

Gott samband

Rannsóknir benda til  að í góðum  hjónaböndum sé það áhrifaríkasta sem hjón gera sé að sýnasamband1_1061362.jpg hvort öðru góðvild. Þetta kanna að líta út fyrir að vera einföld skilyrði, samt eru mörg pör sem hafa allt annað en góðan vilja gagnvart hvor öðru, þau telja mun mikilvægara að:

  • Reyna að stjórna hvort öðru með gagnrýni, sleggjudómum, skömmum, reiði, mótspyrnu, flótta eða kvörtunum.
  • Að hafa rétt fyrir sér, vinna deilur, og ekki vera stjórnað af maka sínum, frekar en að vera opinn og elskulegur.
  • Gera makann ábyrgan fyrir tilfinningum sínum, frekar en að taka ábyrgð á eigin sársauka og gleði.
  • Vera dofinn og tilfinningalaus og forðast að taka ábyrgð á sjálfum sér með mismunandi fíkn sem hafa neikvæð áhrif á sambandið, eins og misnotkun á áfengi, fíkniefnum, mat, sjónvarpsgláp, fjárhættuspil, vinnu, undirferli, óheiðarleika og öðru.
  • Sjá bara hvað makinn er að gera rangt og ætti að gera öðruvísi, heldur en að skoða sjálfan sig og hvort þú ert eða ert ekki að koma fram af góðvild.

Hvað þýðir það að hafa góðvild?  Góðvild þýðir að:

  • Vinsemd er mikilvægari fyrir þig heldur en að hafa rétt fyrir sér eða að stjórna maka þínum - vinsemd og virðing bæði gagnavart þér sjálfum og maka þínum.
  • Það skiptir þig miklu máli hvernig hegðun þín hefur áhrif á þig , makann þinn og sambandið.
  • Þú gerir allt sem þarf til, svo þú getir lagað óæskilega fíkn og hegðun sem eru að valda vandræðum í sambandinu.
  • Þú ákveður að gera alltaf það sem er þér fyrir bestu og einnig það sem er maka þínum fyrir bestu. Þú móttekur gleði með því að styðja maka þinn í því sem færir honum eða henni gleði.
  • Þú ert opinn fyrir því að læra af þeim mistökum, átökum og árekstrum sem koma upp hjá þér sjálfum og milli þín og maka þíns.
  • Þú ert tilbúinn til að leggja þig fram og fræðast og læra að taka fulla ábyrgð á eigin tilfinningum bæði sársauka og gleði, frekar heldur en að gera makann þinn ábyrgan fyrir þínum eigin tilfinningum.

Góðvild þýðir ekki endilega að þú eigir að vera "huggulegur (næs)". Að vera huggulegur er oft aðeins eitt form af stjórnun, því það kemur oft með skilyrðum: " Ef ég er hugguleg/ur við þig, þá verður þú hugguleg/ur við mig."
Góðvild er ekki með neinum skilyrðum öðrum en einfaldlega löngun til að vera elskandi manneskja. Það er ákvörðun sem þú tekur fyrir sjálfan þig, ekki ósjálfstætt val sem þú tekur upp háð hegðun maka þíns.

Einstaklingur sem í einlægni og heiðarleika er trúr góðvild, getur haft mikil og jákvæð áhrif í sambandi.  Þegar þú ákveður að það að sýna góðvild sé mikilvægt fyrir þig, þá ertu lagður af stað í að vera ekki að reyna alltaf að stjórna maka þínum.  Það að þú hættir neikvæðri stjórnsemi og ágreiningi, mun breyta algjörlega sambandinu til hins betra. Hegðun maka þíns mun líklega breytast til hins betra, með vinsemd þinni, virðingu og góðvild, en ef það gerist ekki, þá mun þér samt líða mun betur með því að sýna góðvild í stað þess að vera reiður, að skammast, gagnrýna, kvarta eða hörfa.

Ein leið til að viðhalda góðvild, er að líta á það sem hlut af andlegu ferðalagi. Að læra að halda hjartanu opnu fyrir vinsemd og virðingu gagnvart sjálfum þér og öðrum er kjarninn í þessu andlega ferðalagi. Því betri sem þú ert við sjálfan þig, ertu hæfari til að vera betri við maka þinn og aðra. Góðvild gagnvart sjálfum þér er það sem leiðir þig í að byggja upp heilbrigt samband við sjálfan þig og þinn innri kraft.

Hæfileikinn til að lifa stöðugt í góðvild gagnvart sjálfum þér og öðrum er stöðug ástundun - ekki bara eitthvað sem gerist.  Því meira sem þú æfir þig, því meira verður það eðlilegur hluti af sjálfum þér að sýna góðvild gagnvart þér og öðrum.