2. nóvember 2011
Einhvern tímann hefur hver einstaklingur upplifað stað í lífinu þegar þeir hafa staðið frammi fyrir
mikilvægri upplifun sem breytti lífinu.
Sumir hafa jafnvel upplifað röð atburða sem breytti algjörlega stefnu þeirra í lífinu varanlega.
Ég kalla þessar upplifanir, mikilvæga augnablikið.
Mikilvæga augnablikið þitt getur t.d. verið þegar þú hittir einstakling sem gefur þér mikilvægar ráðleggingar sem opna augu þín, þegar þú sérð sálufélaga eða maka í fyrsta sinn. Jafnvel þegar þú verður foreldri, stendur frammi fyrir illvígum sjúkdómi eða upplifir að missa ástvin.
Oft eiga mikilvægu augnablikin það sammerkt að koma óvænt. Við göngum í gegnum lífið, þetta daglega frá degi til dags, en svo allt í einu einn daginn gerist eitthvað sem breytir öllu.
Fyrir aðra, er til önnur útgáfa af mikilvæga augnablikinu
Það er augnablikið sem á upptök sín í að taka skýra meðvitaða ákvörðun
Ákvörðun sem á upptök sín í löngun til breytinga.
Það er einmitt það sem fólkið sem er nefnt er hér að ofan á sameiginlegt.
Eitt atriði er sameiginlegt með öllum þeim sem hafa upplifað augnablikið í löngun til breytinga.
Ákvörðun
Þau tóku skýra meðvitaða ákvörðun um að framkvæma eitthvað sem virtist illgerlegt eða ógerlegt.
Þau settu sér markmið, þvert á alla erfiðleikana sem þau voru að glíma við.
Þau skuldbundu sig.
Þau lögðu af stað, framkvæmdu nauðsynleg verkefni, hvernig sem á stóð, til að komast í gegn.
Sjáðu, þú hefur sömu möguleika að skapa þín augnablik í lífinu, hvenær sem þú vilt.
Þú ákveður örlög þín
Ekki sitja bara og bíða eftir að lífið sendi þér mikilvæga augnablikið.
Skapaðu það sjálfur, með því að fylgja því sem þú trúir á, því sem þig langar að vera og það sem þig langar að gefa og stuðla að í heiminum.
Ef þú gætir gefið, orðið, haft, gert og orðið hvað sem er sem þig langar til, hvað væri það?
Hver er arfleið þín?
Ég veit að það er auðvelt að lesa þetta, en erfiðara að leggja af stað. Hætt er við að afsakanir hrannast upp og við frestum því að leggja af stað.,
Núna eru t.d. margir að kljást við fjárhagserfiðleika, sjá ekki leiðina eða þora ekki að leggja af stað. Eitt af þvi sem ég legg mikla áherslu á bæði á námskeiðunum og í ráðgjöfinni er einmitt þetta. Að hjálpa fólki að skapa augnablikið, mikilvæga augnablikið sem breytir öllu. Breyta sorg í gleði, von í vissu.
Besta leiðin til að spá fyrir um framtíðina er að skapa hana sjálfur.
Lifðu drauminn þinn. NÚNA!