Þetta borðar Naglinn á venjulegum degi

Ragnhildur Þórðardóttir eða Ragga Nagli eins og hún er kölluð.
Ragnhildur Þórðardóttir eða Ragga Nagli eins og hún er kölluð.

Ragnhildur Þórðardóttir, eða Ragga Nagli eins og hún er kölluð, er klínískur heilsusálfræðingur með sérsvið í að hjálpa fólki að öðlast jafnvægi, hugarró og heilbrigt samband við mat. Hún býður upp á sálfræðilega mataræðisráðgjöf með áherslu á að nærast í núvitund. Þar er skoðað hvers vegna, hvernig, hvað og hversu mikið við borðum og hvernig aukin meðvitund hjálpar okkur að taka betri ákvarðanir í matarvali. Hún deildi dæmigerðum degi í lífi sínu með heilsublaði Nettó: 

Hvernig er dæmigerður dagur í mínu lífi í vinnu, æfingum og mat? Ég er algjör morgunhani og er yfirleitt komin á fætur milli 6 og 6:30.

Stundum fyrr ef það er mjög annasamur vinnudagur fram undan en ég vinn sem sálfræðingur í Kaupmannahöfn þar sem ég er með mína eigin stofu, sem og fjarsálfræðiviðtöl í gegnum netið.

Morgunmatur

Morgunmaturinn minn er alltaf eins.

Obama var eitt sinn spurður af hverju hann væri alltaf í bláum jakkafötum. Hann svaraði að þá er einni ákvörðun færra yfir daginn. Það er sama með mig og morgunmatinn. Það er alltaf haframjöl og egg. En í alls konar varíasjónum enda er haframjöl eins og auður strigi málarans sem getur breyst í allra kvikinda líki.

Bakaður grautur. Kaldur grautur. Grautartruffli. Næturgrautur með chia-fræjum. Heitur grautur á gamla móðinn.

Svo toppa ég grautinn alltaf með ávöxtum og hnetu, kókoshnetu eða möndlusmjöri.

Himnesk hollusta hnetusmjörið er í miklu uppáhaldi, bæði gróft og fínt. Monki-kasjúhnetusmjörið er algjör dýrð en það sem tryllir bragðlaukana er hvíta möndlusmjörið þeirra. Það er eins og fljótandi marsipan og ég gæti alveg klárað heila dollu í einu vetfangi ef matargatið fengi að leika lausum hala.

Svo hef ég mig til fyrir æfingu og sirka 20 mínútum fyrir æfingu fæ ég mér Amino power pre-workout frá NOW en undanfarið hef ég verið að henda matskeið af rauðrófudufti og kreatíni frá NOW út í, sem hvort tveggja hefur rifið upp þyngdirnar í lyftingunum hjá mér. Kreatín er eitt mest rannsakaða fæðubótarefnið á markaðnum og eykur ATP sem er orkuefnið í hvatberunum. Rauðrófuduft eykur súrefnisupptöku í vöðvum svo við getum æft lengur og kreist út nokkrar endurtekningar í viðbót.

Hvernig æfi ég?

Æfingarnar mínar eru fjölbreyttar og mismunandi frá degi til dags. Alltaf ótrúlega skemmtilegar, krefjandi en yfirstíganlegar. Ég hlusta á líkamann og fer eftir orkustigi dagsins. Suma daga er ég eins og Duracell-kanínan og til í blóðuga lófa, súrefniskút og kalk upp á bak.

Í fósturstellinguna á eftir að sjúga puttann.
En suma daga er ég þreytt, stressuð og orkulítil og þá verð ég lítil í mér og vil bara rólegri æfingar sem eru samt alltaf krefjandi.

Mínar æfingar eru sambland af crossfit, ólympískum lyftingum í bland við hefðbundnar styrktaræfingar. Svo finnst mér rosa gaman að taka stutta en snarpa hlaupaspretti þar sem ég keyri mig alveg út í stuttan tíma og hleyp eða labba á rólegra tempói inn á milli. Athyglisbresturinn minn hreinlega leyfir ekki langar vegalengdir því ég verð svo pirruð að vera föst í einu verkefni í langan tíma. Ég hef til dæmis aldrei á ævinni hlaupið lengra en 10 kílómetra.

Eftir æfingu fæ ég mér alltaf bæði kolvetni og prótín til að hefja prótínmyndun í vöðvunum sem fyrst og koma af stað viðgerðarferlinu. Nýbakað brauð eða bolla með osti og sultu verður oftast fyrir valinu. Og auðvitað minn heimsfrægi hnausþykki prótínsjeik úr NOW Bone broth-prótíndufti en út í hann fer 1 skófla af Bone Broth, 1 tsk. Xanthan gum frá NOW (þykkingarefni). French vanilla dropar. Og haugur af spínati og toppkáli.

Síðan hjóla ég í vinnuna. Þar sit ég á sálfræðistofunni minni í kósý samtalsherbergi með mínum skjólstæðingum.

Hádegis- og kvöldmatur er alltaf samsettur úr prótíni, kolvetnum, fitu og haugi af grænmeti og salati.

Prótíngjafarnir mínir eru mestmegnis dauðar skepnur: Kjöt/fiskur/kjúklingur og er líka mjög dugleg að borða innmat eins og hjörtu, lifur og nýru. Ólíkt mörgum þá elska ég áferðina og bragðið, og ekki skemmir fyrir að þessar afurðir eru orkubombur og stútfullar af járni, steinefnum og vítamínum.

Ég er með mjög jákvæðar hugsanir um að minnka kjötneyslu út af umhverfisástæðum, sem mætti alveg ganga betur í verki. En ég réttlæti þetta kjötslafur mitt með að ég á ekki bíl og fer allra minna ferða á hjólgarminum mínum. Þess vegna hrjáir kolefniskvíði mig ekki sérstaklega.

Flókin kolvetni fæ ég úr kartöflum, sætum kartöflum, rótargrænmeti, hrísgrjónum, cous cous, byggi, hirsi og haframjöli.

Ég elska hýðishrísgrjónablönduna frá Himneskri hollustu með brúnum og villtum grjónum. 

Mér finnst rosa gott að hræra ristaðar kjúklingabaunir frá Himneskri hollustu út í hrísgrjónin.

Þriðjungur af disknum mínum er yfirleitt hlaðinn af grænmeti og ég á svo margar uppáhaldsuppskriftir eins og bakað rósakál með beikonbitum, grillað brokkolí, heilt bakað blómkál með sinnepi og timjan, tómatfyllt eggaldin og hvítlaukssteikta sveppi.

Fita er olía út á salat, gvakamólí úr avocado, eða satay-sósu úr Monki-hnetusmjöri, muldar hnetur/fræ yfir salat eða hrísgrjón.

Fræblandan frá Himneskri hollustu er til dæmis dásamleg út á salat.

Kvöldsnarlið er yfirleitt kókosjógúrt frá Abbott Kinney með hindberjabragði og út í hana löðra ég matskeið af Monki-kasjúsmjöri sem er guðsgjöf til mannkyns.

Eða ég sneiði niður epli dýfðu í möndlusmjör og yfir það set ég vænan dass af Soyatoo-hrís-sprauturjóma... og skammast mín ekkert fyrir það.

Bætiefnin sem ég nota eru EVE multivitamin. Járn. B12. Góðgerlar. C-vítamín. Liquid multi. Góðgerlar. Dairy digestive. D3 dropar. Rhodiola.

B12 er algjör lífsnauðsyn fyrir mig. Æfingar á hárri ákefð spæna nefnilega upp birgðirnar af B12 í líkamanum og um leið og ég fer að finna fyrir orkuleysi þá dúndra ég í mig og orkan keyrist upp.

B12 er ekki búið til í líkamanum og við þurfum að fá það úr dýraafurðum eða bætiefnum. Líkaminn geymir það ekki svo við þurfum að taka það reglulega.
Ég nota Ultra B12 vökva eða sprey frá NOW og læt liggja undir tungunni í 30-60 sekúndur.

Ég hef tilhneigingu til að verða lág í járni, og tek því járntöflur eða járnmixtúru frá NOW daglega.

C-vítamín er mikilvægt samhliða járni til að hámarka upptöku. 

Rhodiola (burnirót). Hefur verið leikbreytir fyrir mig að tækla og vinna úr streitu. Líf mitt tók skarpa borgarstjórabeygju þegar ég byrjaði að dúndra Rhodiola í mig. Rhodiola er svokallað adaptogen sem lækkar kortisólið ef það er of hátt og styrkir mótstöðu við streituáreitum.

Dairy digestive tek ég alltaf með máltíð sem inniheldur mjólkurvörur því ég er smá viðkvæm fyrir sumum mjólkurvörum. En ef ég dúndra einni svona lufsu í mig er mallinn til friðs.

Góðgerlar byggja upp öfluga og heilbrigða þarmaflóru sem skiptir miklu máli, bæta meltingu, draga úr fæðuofnæmi og efla ónæmiskerfið.

NOW Eve fjölvítamín eða Liquid multi sem minnir mig á Sana Sól í gamla daga og fortíðarþráin hríslast niður hryggjarsúluna þegar það rennur niður vélindað.

D3 vítamín fyrir ónæmiskerfið og styrk og heilsu beina. Sem betur fer slatti af sól í Danmörku yfir sumartímann en yfir grámyglaðan veturinn dúndra ég í mig NOW D-vítamíndropum.

Fyrir svefn hendi ég síðan í mig L-glutamine fyrir þarmaflóruna en þetta er sú amínósýra sem finnst í mestu magni í líkamanum og gegnir lykilhlutverki í að styrkja ónæmiskerfið og búa til filmu innan á þarmaveggina. Svo tek ég tarnir með magnesíum fyrir dýpri svefn og hámarksendurheimt í vöðvum yfir nóttina. Ég nota Magnesium og Calcium frá NOW til að fá líka kalk sem er svo mikilvægt fyrir okkur kvensurnar.

Verslaðu með Naglanum. Hér eru þær vörur og matvæli í Nettó sem ég elska að borða og gefa mér samtímis urlandi tilhlökkun fyrir máltíðinni og gæðanæringu til að hámarka bæði andlega og líkamlega heilsu.

Til að við höldumst í heilsusamlegum lífsstíl þurfa okkar daglegu máltíðir að veita gleði í sál og líkama. Því það endist enginn á heilsubrautinni þegar kvöldmaturinn býður upp á skraufþurra bringu og aumt salatblað. Það þarf að vera partý í munninum á hverjum degi.

Mín lífsspeki er enginn matur er á bannlista nema það sem fer illa í líkamann, eða mér finnst vondur á bragðið. Ef eitthvað finnst ekki á listanum er það einfaldlega því það uppfyllir þessi tvö skilyrði.

Prótíngjafar

Kolvetni

Fitugjafar

Sósur

Bætiefni

Grænmeti/

Ávextir

Kjúklingabringa

Kalkúnabringa

Kjúklingaleggir

Heill kjúklingur

Nautasnitzel

Ribeye

Svínakótilettur

Svínalund

Kálfalifur

Svínahjörtu

Lax

Bleikja

Stabbur heitreyktur lax

Makríll

Abott Kinney jógúrt

Isola möndlumjólk

Villihrísgrjónablanda (Himnesk hollusta)

Kínóa (Himnesk hollusta)

Hirsi (Himnesk hollusta)

Haframjöl

Sætar kartöflur

Kartöflur

Rótargrænmeti

Bygg

Cous cous

Gróft “danskt” rúgbrauð

Bókhveitikex GF (Le pain de fleurs)

Made good hafrakúlur

Nak’d stykki

Avocado

Sítrónuólífuolía (Himnesk hollusta)

Ólífuolía

Hnetusmjör gróft (Monki)

Möndlusmjör (Monki)

Sólblómasmjör (Monki)

Tahini

Hnetur

Chiafræ (Himnesk hollusta)

Lighter than light mæjónes

Jömm aiöli

Balsamedik

Felix tómatsósa

French’s sinnep

Allos smyrjur

Pestó

Sojasósa

Rice sprauturjómi (Soyatoo)

Rhodiola

Eve Multivitamin

Omega -3

Probiotics góðgerlar

C-vítamín

D-vítamín

B12 liquid

Chicken bone broth prótínduft

Epli

Bananar

Appelsínur

Fíkjur

Kál

Paprika

Bláber

Jarðarber

Brokkolí

Blómkál

Rósakál

Kúrbítur

Eggaldin

Maísbaunir

Sólþurrkaðir tómatar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál