Frikki Dór setti brúðkaupið í uppnám

Tónleikar Friðriks Dór fara fram sama dag og þau Helena …
Tónleikar Friðriks Dór fara fram sama dag og þau Helena og Brynjúlfur ganga í hjónaband. Samsett mynd

Helena Guðlaugsdóttir og Brynjúlfur Guðmundsson eru að fara gifta sig 6. október og hafa verið að skipuleggja brúðkaup sitt í heilt ár. Ákvörðun tónlistarmannsins Friðriks Dórs Jónssonar að halda stórtónleika í Kaplakrika sama dag hefur þó sett óvænt strik í reikninginn en sjálf höfðu þau pantað veislusal í húsinu.

Helena og Brynjúlfur pöntuðu veislusalinn Sjónarhól í Kaplakrika í fyrra og segir Helena salinn hafa verið þeirra draumasal. „Fyrst ætluðum við að gifta okkur viku fyrr, 30. september, og vorum búin að bóka salinn líka þá en svo hringdu þau í okkur tveimur mánuðum seinna og spurðu hvort við værum sátt við salinn viku seinna,“ segir Helena og segir ástæðuna fyrir því að þau frestuðu brúðkaupinu um viku hafa verið lokahóf sem átti að fara fram sama dag. Enn var langt í brúðkaupið og lítið mál fyrir þau Helenu og Brynjúlf að breyta kirkjunni og skipuleggja brúðkaup viku seinna. 

Helena segir þau hafi hins vegar fyrst frétt af tónleikum Friðriks Dórs í Kaplakrika á laugardagkvöldið og var það mikið áfall. Unnusti hennar hringdi strax á mánudagsmorguninn og spurði hvort það ættu raunverulega að fara fram tvennir tónleikar, fjölskyldutónleikar um daginn og stórir tónleikar um kvöldið, daginn sem þau voru búin að skipuleggja brúðkaupsveislu í næsta sal. 

Helena segir töluverða truflun skapast af tónleikunum. „Salurinn er við hliðina á, inngangurinn inn í Kaplakrika mundi blandast saman. Þau töluðu um að þau gætu haldið þessu aðskildu og buðust til að redda dyraverði. Maður vill það ekkert á stóra deginum, dyravörð til þess að halda fólki frá,“ segir Helena og segir þau hafa ákveðið að afbóka salinn og á endanum fengið staðfestingargjaldið endurgreitt. 

„Við erum bara í djúpum skít. Þetta er ekkert auðvelt. Við viljum sal á fyrstu hæð þannig að fólk geti gengið beint inn og fengið sér frískt loft,“ segir Helena sem er á fullu að leita að nýjum sal en margir veislusalir eru nú þegar bókaðir enda bara rúmir tveir mánuðir í brúðkaupið. 

Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór.
Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál