Ekki nógu formleg fyrir konungsfjölskylduna

Hér má sjá kjólinn umrædda.
Hér má sjá kjólinn umrædda. AFP

Ivanka Trump, dóttir Donald Trump forseta Bandaríkjanna, mætti til veislu í Buckingham-höll á mánudagskvöldið í ljósbláum kjól. Trump hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir kjólavalið, en kraginn á kjólnum þykir ekki vera viðeigandi í heimsókn hjá kóngafólki.

Kjóllinn er fallegur þótt kraginn þyki ekki nógu formlegur fyrir …
Kjóllinn er fallegur þótt kraginn þyki ekki nógu formlegur fyrir kvöldverð með bresku konungsfjölskyldunni. skjáskot/Instagram

Fólk á samfélagsmiðlum hefur keppst við að gagnrýna kjólin og spyrja hvort hún hafi ekki fengið minnisblaðið um klæðnað fyrir kvöldið. Sumir ganga jafnvel svo langt að segja að hún hafi klætt sig eins Mary Poppins.

Kjóllinn er frá tískuhönnuðinum Carolina Herrera, sem þekkt er fyrir að hanna kjóla forsetafrúr Bandaríkjanna, þar á meðal Michelle Obama og Lauru Bush. 

Ivanka Trump þykir almennt vera með puttann á púlsinum hvað varðar tísku, en hefur greinilega eitthvað misstigið sig þarna. Kjóllinn er einstaklega fallegur, en kraginn þótti bara ekki vera nógu formlegur.

View this post on Instagram

Magical night at Buckingham Palace with my best friend! ♥️

A post shared by Ivanka Trump (@ivankatrump) on Jun 3, 2019 at 4:36pm PDT



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál