Heiða Rún: Með of stórar mjaðmir fyrir tískuiðnaðinn

Heiða Rún Sigurðardóttir fór með hlutverk í Poldark.
Heiða Rún Sigurðardóttir fór með hlutverk í Poldark. Ljósmynd/Aðsend

Leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir, betur þekkt sem Heida Reed, segir í nýrri færslu á Instagram að hún hafi allt frá 15 ára aldri verið dæmd út frá útliti sínu. 

Heiða hefur slegið í gegn í sjónvarpsþáttunum Poldark. Áður en hún varð leikkona var hún fyrirsæta. „Verðleikar mínir hafa verið metnir út frá útliti mínu síðan ég var 15 ára. Það er meira en helmingurinn af lífi mínu. Ég komst aldrei á tískupallana, því jafnvel þó að ég hafi verið grennri þá en núna, þá voru mjaðmirnar of stórar fyrir tískuiðnaðinn,“ segir Heiða. 

Hún segist sjá breytingu núna og hrósar meðal annars tónlistarkonunni Rihönnu fyrir nærfatalínu hennar Savage x Fenty. 

„Ég er þakklát fyrir líkamann minn og hvernig ég lít út en ég hef barist við útlit mitt lengi. Lærin á mér hristast helling og ég er með svo miklu meiri appelsínuhúð en á þessari mynd. Ég á erfitt með að hafa reglu á æfingum, á erfitt samband við mat og ég er að vinna í því öllu. Það er sem mikilvægara er að ég vil vinna í því að taka sjálfa mig í sátt eins og ég er,“ segir Heiða.

Heiða segist vera með meiri appelsínuhúð en sést á þessari …
Heiða segist vera með meiri appelsínuhúð en sést á þessari mynd. skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál