Langþráður sigur Fylkis

ÍBV og Fylkir eigast við í dag.
ÍBV og Fylkir eigast við í dag. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Fylkismenn sóttu þrjú stig til Vestmannaeyja í dag þegar liðið vann 1:0-sigur á Eyjamönnum í Pepsi-deild karla í fótbolta á þjóðhátíð. Þessi úrslit gera mikið fyrir deildina þar sem gestirnir styrkja stöðu sína umtalsvert. Emil Ásmundsson gerði eina mark leiksins eftir skelfileg mistök markvarðar ÍBV.

Eyjamenn hófu leikinn mun betur en gestirnir og fengu ótal færi á fyrstu mínútum leiksins, þeir nýttu þó engin og átti Aron Snær Friðriksson nokkrar góðar vörslur. Á 16. mínútu leiksins skoraði Emil Ásmundsson eftir stór mistök hjá Halldóri Páli Geirssyni í marki heimamanna, hann missti boltann beint fyrir fætur Emils eftir fyrirgjöf utan af kanti.

Fylkismenn styrkust eftir markið en Eyjamenn áttu þó nánast öll færin, mörk breyta leikjum eins og oft er sagt. Þrátt fyrir meiri sóknarþunga liðanna í seinni hálfleik leit ekkert mark dagsins ljós. Eyjamenn gerðu breytingar snemma í síðari hálfleik sem hleyptu lífi í liðið en það dugði ekki til. Frábær sigur gestanna sem komu með leikplan í dag sem gekk fullkomlega upp eftir mark þeirra. Ásgeir Börkur Ásgeirsson og Ólafur Ingi Skúlason voru sterkir á miðjunni.

ÍBV 0:1 Fylkir opna loka
90. mín. Fjórar mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert