Alfreð ekki með til Moldóvu

Alfreð Finnbogason fór úr axlarlið í Tyrklandi.
Alfreð Finnbogason fór úr axlarlið í Tyrklandi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ljóst er að íslenski landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason verður frá í einhvern tíma, en hann meiddist illa gegn Tyrklandi í gær. Hann flýgur af þeim sökum ekki með landsliðinu til Móldóvu og mun þess í stað leita meðhöndlunar í Þýskalandi.

Talið er víst að Alfreð hafi farið úr axlarlið í leik Íslands gegn Tyrklandi í gær, en hann þurfti að fara af velli eftir um 25 mínútna leik. Meiðsli leikmannsins eru því alvarleg og ljóst er að hann verður frá í nokkrar vikur hið minnsta. 

Líkt og áður hefur komið fram mun íslenska liðið leika tvo umspilsleiki í mars á næsta ári til að eiga möguleika á sæti á Evrópumótinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert