Leitar sér að nýju félagi

Kristinn Ingi leitar að nýju félagi.
Kristinn Ingi leitar að nýju félagi. Ljósmynd/Haraldur Jónasson/Hari

Knattspyrnumaðurinn Kristinn Ingi Halldórsson verður ekki áfram í herbúðum Vals. Samningur hans við félagið rann út eftir síðasta sumar og munu Valsmenn ekki bjóða honum nýjan samning. Fótbolti.net greindi frá. 

Kristinn Ingi, sem er þrítugur, getur bæði leikið á kantinum og sem framherji. Hann lék 48 keppnisleiki með Fram, áður en hann gekk í raðir Vals árið 2014. Kristinn hefur skorað 44 mörk í 223 leikjum í meistaraflokki og þar af 33 í 175 leikjum í efstu deild. 

Kristinn varð tvisvar sinnum bikarmeistari og tvisvar sinnum Íslandsmeistari með Val. Þá varð hann einu sinni bikarmeistari með Fram. Kristinn lék á sínum tíma með U19 og U17 ára landsliðum Íslands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert