Niasse orðinn liðsfélagi Arons Einars

Oumar Niasse er greinilega sáttur við vistaskiptin.
Oumar Niasse er greinilega sáttur við vistaskiptin. Ljósmynd/Twitter-síða Everton

Senegalski framherjinn Oumar Niasse er orðinn liðsfélagi Arons Einars Gunnarssonar hjá velska liðinu Cardiff og mun hann spila með liðinu í ensku úrvalsdeildinni til loka tímabilsins.

Neil Warnock knattspyrnustjóri Cardiff staðfesti þetta á fréttamannafundi í morgun. Niasse kemur til Cardiff frá Everton. Hann er 28 ára gamall og kom til Everton frá rússneska liðinu Lokomotiv Moskva árið 2016.

Niasse hefur aðeins komið við sögu í fimm leikjum Everton í deildinni og í öll skiptin hefur hann komið inn á sem varamaður. Á síðustu leiktíð lék hann 22 leiki með Everton í deildinni og skoraði í þeim 8 mörk.

Cardiff er að fá frekari liðsstyrk en sóknarmaðurinn Em­iliano Sala mun væntanlega ganga í raðir liðsins frá franska liðinu Nantes.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert