Heilbrigðisyfirvöld nýta heimavöll meistaranna

Etihad-leikvangurinn.
Etihad-leikvangurinn. AFP

Heimavöllur enska knattspyrnufélagsins Manchester City, Etihad-leikvangurinn, verður að hluta til nýttur af heilbrigðisyfirvöldum á Englandi á meðan á baráttunni gegn kórónuveirunni stendur.

Búið er að aflýsa öllum knattspyrnuleikjum til 30. apríl hið minnsta og hafa Englandsmeistarar City því ekki þörf á að nýta heimavöll sinn sem stendur. Félagið hefur því boðið breskum heilbrigðisyfirvöldum afnot af leikvanginum.

Heiðursstúkan og allt það svæði sem henni fylgir verður nýtt til að þjálfa og undirbúa hjúkrunarstarfsfólk á meðan veiran herjar á Bretland. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem leikvangur City er nýttur á krísutíma en félagið bauð fórnarlömbum sprengjuárásarinnar í borginni árið 2017 skjól á vellinum.

City er annað stóra félagið í úrvalsdeildinni til að bjóða afnot af heimavelli sínum en Watford gerði slíkt hið sama fyrr í vikunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert