Á ekkert erindi í enska boltann

Sofyan Amrabat.
Sofyan Amrabat. AFP/Oli Scarff

„Það er búið að tala um það í einhver átta ár að það þurfi að hreinsa til í leikmannahóp United og það hefur verið gert en það hefur ekki komið neitt betra í staðinn,“ sagði Aron Elvar Finnsson, íþróttablaðamaður á mbl.is og Morgunblaðinu, í Fyrsta sætinu þegar rætt var um enska boltann.

Manchester United tapaði illa fyrir nágrönnum sínum í Manchester City í stórleik 27. umferðar deildarinnar á Etihad-vellinum í Manchester á sunnudaginn, 3:1, en City var mun sterkari aðilinn í leiknum.

Hefur ekki hraðann

„Þeir fengu til sín Sofyan Amrabat fyrir tímabilið og hann er mjög langt frá því að geta spilað i ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Aron Elvar.

„Hann hefur alls ekki hraðann í það og hann á ekkert erindi í enska boltann. Við höfum líka rætt áður um leikmenn eins og Antony og það þarf að losa þessa leikmenn,“ sagði Aron Elvar meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka