Ég hefði slegið Neymar

Carlos Bacca hrinti Neymar eftir að sá síðarnefndi skallaði liðsfélaga …
Carlos Bacca hrinti Neymar eftir að sá síðarnefndi skallaði liðsfélaga hans. AFP

Knattspyrnustjarnan Neymar hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir brasilíska landsliðsins í Síle þar sem liðið leikur í Suður-Ameríkubikarnum.

Brasilíska knattspyrnusambandið hefur dregið tilbaka áfrýjun sína vegna fjögurra leikja leikbannsins sem Neymar fékk fyrir að skalla Jeison Murillo, leikmann Kólumbíu, í leik síðasta miðvikudag. Neymar mun því ekki leika meira á mótinu og hefur ákveðið að halda í burtu.

Það sauð allt upp úr í umræddum leik en Carlos Bacca, framherja Kólumbíu, var einnig sýnt rauða spjaldið fyrir að hlaupa að Neymar og hrinda honum. Eloisa Ahumada, móðir Bacca, segir viðbrögð sonar síns vel skiljanleg:

„Ef ég hefði verið á leikvanginum þá hefði ég farið úr háhæla skónum mínum og slegið Neymar með þeim. Ég veit að margar konur á leikvanginum hefðu viljað gera slíkt hið sama,“ sagði Ahumada við El Heraldo. Hún hefði þó kosið að Bacca brygðist öðruvísi við:

„Ég var ekki sátt því ég hef aldrei séð Carlos haga sér svona í leik. Ég sendi honum skilaboð og skammaði hann því hann á ekki að bregðast svona við.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert