United að missa af gríðarlegu efni

Jude Bellingham er á leiðinni til Þýskalands.
Jude Bellingham er á leiðinni til Þýskalands. Ljósmynd/Birmingham

Þýska knattspyrnufélagið Borussia Dortmund er langt komið með að ganga frá kaupum á hinum 17 ára gamala Jude Bellingham frá Birmingham. Bellingham er talinn einn efnilegasti leikmaður Evrópu og hefur hann vakið athygli félaga á borð við Chelsea, Real Madríd, Bayern München og Manchester United. 

Talið er að Dortmund greiði Brimingham um 21 milljón punda fyrir Englendinginn efnilega. Mun Bellingham klára tímabilið með Birmingham, áður en hann heldur til Þýskalands. Bellingham er fyrirliði U17 ára landsliðs Englands. 

Hefur hann spilað 35 leiki í B-deildinni með Birmingham á leiktíðinni, skorað fjögur mörk, lagt upp tvö og staðið sig gríðarlega vel þrátt fyrir ungan aldur. Er hann yngsti leikmaðurinn í sögu Birmingham en hann var aðeins sextán ára þegar hann lék sinn fyrsta leik með liðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert