Messi ekki með Barcelona til Kænugarðs

Lionel Messi leikur ekki með Barcelona annað kvöld.
Lionel Messi leikur ekki með Barcelona annað kvöld. AFP

Lionel Messi mun ekki leika með Barcelona gegn Dynamo Kíev á útivelli í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Ronald Koeman knattspyrnustjóri Barcelona segir Argentínumanninn þurfa á hvíld að halda.

Messi reyndi hvað hann gat að yfirgefa Barcelona eftir síðustu leiktíð, en eftir rifrildi við félagið tókst það ekki. Messi hefur oft spilað betur en á leiktíðinni og hefur Barcelona farið illa af stað á tímabilinu.

„Ég hef ákveðið að hvorki Messi né Frenkie de Jong koma með okkur til Úkraínu. Við höfum byrjað vel í Meistaradeildinni og riðillinn lítur vel út. Bæði Messi og de Jong þurfa á hvíld að halda því þeir eru búnir að spila mikið,“ sagði Koeman á blaðamannafundi í dag.

Barcelona hefur aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum sínum í spænsku A-deildinni og er liðið í 12. sæti, 11 stigum á eftir toppliði Real Sociedad.

Betur hefur gengið í Meistaradeildinni og er liðið með fullt hús stiga eftir þrjá leiki og er liðið komið áfram í 16-liða úrslit með sigri á Dynamo Kíev.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert