Hrokafullur og hefur hagrætt úrslitum

Leikmenn Dortmund voru niðurlútir eftir leik.
Leikmenn Dortmund voru niðurlútir eftir leik. AFP

Enski knattspyrnumaðurinn Jude Bellingham var allt annað en sáttur við dómarann Felix Zwayer eftir 2:3-tap Dortmund gegn Bayern München í toppslag þýsku 1. deildarinnar í gærkvöldi.  

Dortmund vildi tvær vítaspyrnur í leiknum en fékk ekki á meðan sigurmark Bayern kom úr vítaspyrnu. Bellingham sagði valið á dómaranum fyrir leikinn furðulegt, þar sem Zwayer hafi áður verið bendlaður við hagræðingu úrslita í þýsku B-deildinni.

„Það voru margar skrítnar ákvarðanir í þessum leik, en hverju áttu von á þegar þú gefur dómara sem hefur hagrætt úrslitum áður stærsta leikinn í Þýskalandi?“ sagði Bellingham pirraður í viðtali við Viaplay eftir leik.

Erling Braut Haaland, liðsfélagi Bellingham, var einnig mjög ósáttur í leikslok. „Þetta var dómaraskandall. Reus átti að fá víti. Ég spurði hvers vegna hann skoðaði ekki atvikið og hann sagði að það væri ekki þörf á því. Hann var hrokafullur,“ sagði Norðmaðurinn við sama miðil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert