Ronaldo lögsækir Juventus

Cristiano Ronaldo í leik með Juventus.
Cristiano Ronaldo í leik með Juventus. AFP

Knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo hyggst lögsækja Juventus fyrir vangoldin laun.

Framherjinn krefst þess að félagið greiði honum 17 milljónir punda en í mars árið 2020 ákváðu leikmenn félagsins að lækka sig í launum til þess að hjálpa rekstrinum í kórónuveirufaraldrinum.

Þessi launalækkun er nú til skoðunar hjá félaginu og hefur Ronaldo ákveðið að reyna sækja þennan pening sem hann telur að hann eigi inni.

Ronaldo yfirgaf herbúðir Juventus í ágúst árið 2021 en hann leikur nú með Al Nassr í Sádí-Arabíu. Ákvörðun Ronaldo kemur í kjölfarið af ákvörðun Juventus að greiða framherjanum Paulo Dybala 2,6 milljónir punda í vangoldin laun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert