Brynjólfur skoraði og Júlíus vann

Brynjólfur Willumsson skoraði í dag
Brynjólfur Willumsson skoraði í dag Ljósmynd/KSÍ

Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði seinna mark Kristiansund sem gerði 2:2 jafntefli við Loga Tómasson og félaga í Strömsgodset í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Hilmir Rafn Mikaelsson var í byrjunarliði Kristiansund. Brynjólfur skoraði annað mark liðsins á fertugustu mínútu og kom gestunum í 2:0. Logi Tómasson var í byrjunarliði Strömsgodset en var tekinn af velli á 71. mínútu. Þá hófst endurkoma heimamanna því Gustav Valsvik skoraði skömmu síðar og Strömsgodset jafnaði tólf mínútum fyrir leikslok. Hilmir Rafn var tekinn af velli tíu mínútum fyrir leikslok.

Hilmir Rafn Mikaelsson var í byrjunarliði Kristiansund
Hilmir Rafn Mikaelsson var í byrjunarliði Kristiansund Ljósmynd/Venezia

Fleiri Íslendingar voru á ferðinni í Noregi því Júlíus Magnússon spilaði allan leikinn í sigri Fredrikstad á Sandefjord og Anton Logi Lúðvíksson sömuleiðis í tapi Haugesund fyrir Molde. Óskar Hrafn Þorvaldsson er þjálfari Haugesund og Hlynur Freyr Karlsson var ónotaður varamaður.

Brynjar Ingi Bjarnason og Viðar Ari Jónsson sátu á varamannabekk HamKam allan leikinn í jafntefli gegn Lilleström.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert