Sex íslenskir kylfingar keppa á HM

Ragnhildur Kristinsdóttir keppir á HM.
Ragnhildur Kristinsdóttir keppir á HM. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Jussi Pitkänen, afreksstjóri Golfsambands Íslands, hefur valið landslið Íslands sem keppa á heimsmeistaramóti áhugamanna í lok ágúst og byrjun september. Heimsmeistaramótið fer fram á Carton House, Maynooth, rétt við Dublin á Írlandi. Keppnisvellirnir heita Montgomerie og O’Meara.

HM kvenna eða Espirito Santo Trophy, hefst 29. ágúst og stendur til 1. september.

Kvennalandslið Íslands verður þannig skipað:
Helga Kristín Einarsdóttir (GK), Ragnhildur Kristinsdóttir (GR), og Saga Traustadóttir (GR).

HM karla eða Eisenhower Trophy, hefst 5. september og stendur til 8. september.

Karlalandslið Íslands verður þannig skipað:
Aron Snær Júlíusson (GKG), Bjarki Pétursson (GKB), Gísli Sveinbergsson (GK).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert