Náði sér ekki á strik á Írlandi

Guðrún Brá Björgvinsdóttir átti ekki sína bestu daga á Írlandi.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir átti ekki sína bestu daga á Írlandi. Ljósmynd/seth@golf.is

Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir náði sér ekki almennilega á strik á ISPS Handa-mótinu í golfi um helgina en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni, þeirri sterkustu í álfunni.

Guðrún var ólík sjálfri sér því hún lék fyrsta hringinn á 77 höggum og annan á 75 höggum og lauk því leik á samanlagt sjö höggum yfir pari. Hún var að lokum sjö höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn.

Pajaree Anannarukarn frá Taílandi og Emma Talley frá Bandaríkjunum eru efstar á tólf höggum undir pari eftir þrjá hringi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert