„Margt orðið betra hjá okkur“

Þórey Rósa Stefánsdóttir
Þórey Rósa Stefánsdóttir Seba Tataru

„Ég var einstaklega pirruð eftir síðasta leik okkar hér í Höllinni. Við spiluðum góðan leik og vorum alveg með hann en náðum einhvern veginn ekki sigrinum, sem ég átti mjög erfitt með að sætta mig við. Ég er því sérstaklega gíruð inn á að vinna þennan leik við Tékka,“ segir Þórey Rósa Stefánsdóttir, annar fyrirliða íslenska landsliðsins í handbolta.

Ísland mætir Tékklandi í Laugardalshöll kl. 19.30 í kvöld í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM. Ísland gerði 30:30-jafntefli við Slóveníu á heimavelli fyrir tveimur mánuðum og er það eina stig liðsins úr fjórum leikjum hingað til. Danmörk er með 8 stig á toppi riðilsins, Slóvenía með 4 og Tékkland 3, en tvö efstu liðin komast á EM. Ísland á því enn von með sigri á Tékkum og svo gegn Dönum ytra á laugardag.

Nánar um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert