Þriggja marka tap gegn Japan

Lovísa Thompson var atkvæðamest í íslenska liðinu í dag og …
Lovísa Thompson var atkvæðamest í íslenska liðinu í dag og skoraði sex mörk. mbl.is/Eggert

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik mætti Japan í vináttulandsleik í Svendborg í Danmörku í dag en leiknum lauk með sigri japanska liðsins, 25:22.

Japanska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og komst í 4:0 og það reyndist íslenska liðinu erfitt. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 13:9 fyrir japanska liðið en íslenska liðinu tókst aldrei að minnka forskot Japana.

Lovísa Thompson var atkvæðamest í íslenska liðinu með 6 mörk, Arna Sif Pálsdóttir skoraði fimm mörk, Þórey Rósa Stefánsdóttir fjögur og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir þrjú. Steinunn Hansdóttir, Andrea Jacobsen, Ester Óskarsdóttir og Perla Ruth Albertsdóttir skoruðu svo sitt markið hver.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert