Landsliðið komið til Litháen

Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ, Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari og Guðjón …
Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ, Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari og Guðjón Valur Sigurðsson. mbl.is/Hari

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik er komið til Vilnius í Litháen þar sem liðið leikur annað kvöld gegn Litháum í undankeppni HM 2019. 

Um er að ræða fyrri leik þjóðanna í umspili um laust sæti á HM sem haldið verður í Þýskalandi og Danmörku. Síðari leikurinn verður í Laugardalshöll á miðvikudagskvöldið í næstu viku. 

Íslenska liðið mun æfa í keppnishöllinni í Vilnius í kvöld og verður það eina æfingin á leikstað. Íslenski hópurinn lagði af stað frá Keflavík snemma í morgun og millilenti í Stokkhólmi á leið sinni til Vilnius. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert