Lokuðu á línuspilið

Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson í baráttu við …
Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson í baráttu við stórskyttuna Kiril Lazarov í gær. AFP

 Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Erlangen, var á meðal áhorfenda í Ólympíuhöllinni í München í gær þegar Ísland vann sigurinn mikilvæga gegn Makedóníu á HM.

„Frammistaðan var fín en það er öðruvísi að horfa á þetta á staðnum en í sjónvarpinu. Varnirnar voru góðar hjá báðum liðum og markvarslan góð. Auðvitað er alltaf erfitt að eiga við þennan sjöunda sóknarmann hjá Makedóníu. Þótt okkur hafi tekist að skora nokkur mörk yfir allan völlinn þá fylgir því alltaf streita að koma boltanum í leik við þessar aðstæður. Fyrir vikið fáum við ekki „hefðbundin“ hraðaupphlaup sem við myndum alla jafna ná að keyra með slíka vörn og markvörslu.

Í síðari hálfleik lokuðu okkar menn á línuspilið hjá Makedóníu og Bjöggi varði mikilvæg skot. Mér fannst það vera munurinn á liðunum í seinni hálfleik en eins og þessi leikur þróaðist má segja að bæði lið hafi verið í vandræðum í sókn,“ sagði Aðalsteinn við Morgunblaðið en segir jafnframt að spennan hafi haft sitt að segja framan af leiknum þar sem um hreinan úrslitaleik var að ræða.

„Framan af var þetta frekar erfitt og Íslendingar byrjuðu illa. Liðið lenti 4:1 undir en svo kom þetta hægt og rólega. Við náðum ekki að refsa þeim nægilega vel í hröðum sóknum miðað við hversu lengi Makedónarnir voru að skila sér í vörnina í mörgum tilfellum. Þar hafði spennan örugglega áhrif auk þess sem þetta er ungt lið sem er að vaxa í þessum gæðaflokki. En ég átti von á því að Makedónarnir yrðu skipulagðari en þeir voru.“

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert