Frakkland og Portúgal í góðri stöðu

Sviss og Frakkland verða á meðal mótherja Íslands í milliriðli …
Sviss og Frakkland verða á meðal mótherja Íslands í milliriðli á HM í Egyptalandi. AFP

Frakkland og Portúgal hefja milliriðil númer þrjú með fjögur stig, Ísland og Noregur með tvö stig en Sviss og Alsír eru komin þangað án stiga.

Þetta er hin endanlega niðurstaða þegar keppni úr E- og F-riðlum heimsmeistaramótsins í Egyptalandi lauk í gærkvöld en þrjú efstu lið þessara riðla sameinast nú í áðurnefndum milliriðli sem verður leikinn í borg með hið sérkennilega nafn 6. október.

Ísland mætir Sviss á morgun klukkan 14.30, Frakklandi á föstudaginn klukkan 17 og Noregi á sunnudaginn klukkan 17. Tvö efstu lið milliriðilsins komast í átta liða úrslit keppninnar.

Frakkar lentu í miklum vandræðum með Sviss og knúðu fram nauman sigur, 25:24. Það segir sitt um hve erfiðir mótherjar Svisslendingar geta orðið fyrir íslenska liðið á morgun í fyrstu umferð milliriðlakeppninnar. Kentin Mahe skoraði 7 mörk fyrir Frakka en Andy Schmid gerði 10 mörk fyrir Sviss.

Portúgal náði aldrei að hrista Alsír almennilega af sér en vann 26:19 þegar upp var staðið.

Norðmenn voru ekki í sérstökum vandræðum með Austurríki eftir því sem leið á leik þeirra og sigruðu 38:29 eftir 20:17 í hálfleik. Austurríki hefði með sigri farið áfram og Norðmenn hefðu þá farið stigalausir í milliriðilinn. Sander Sagosen skoraði níu mörk fyrir Norðmenn og hefur gert 30 mörk í þremur leikjum þeirra á mótinu.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert