Blikar skelltu bikarmeisturunum

Blikinn Jessica Kay Loera sækir að körfu Skallagríms í leiknum …
Blikinn Jessica Kay Loera sækir að körfu Skallagríms í leiknum í kvöld en Sigrún Sjöfn Ámundadóttir er til varnar. mbl.is/Árni Sæberg

Breiðablik gerði sér lítið fyrir og vann bikarmeistara Skallagríms þegar liðin mættust í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í Smáranum í Kópavogi í kvöld.

Framan af var leikurinn hnífjafn, Skallagrímur var yfir eftir fyrsta leikhluta, 22:17, og 36:34 í hálfleik. Í þriðja leikhluta sneru Blikar hinsvegar leiknum sér í hag með því að skora 24 stig gegn 11 og staðan var 58:47 að honum loknum.

Í fjórða leikhluta jók Breiðablik forskotið til að byrja með og komst mest sextán stigum yfir, 65:49. Borgnesingar svöruðu því með ellefu stigum í röð og hleyptu þar með spennu í leikinn á lokakaflanum. Staðan var 65:60 og hálf þriðja mínúta eftir en þá tóku Blikar við sér á ný, skoruðu fimm stig í röð og þar með voru möguleikar Skallagríms úr sögunni. Lokatölur voru 71:64.

Þórdís Jóna Kristjánsdóttir úr Breiðabliki með boltann en Maja Michalska …
Þórdís Jóna Kristjánsdóttir úr Breiðabliki með boltann en Maja Michalska úr Skallagrími fylgist með henni. mbl.is/Árni Sæberg

Skallagrímur hafði unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum en er nú með sex stig að fimm leikjum loknum. Breiðablik hafði hinsvegar tapaði fjórum af fyrstu fimm leikjum sínum en er nú með fjögur stig eftir sex leiki.

Jessica Kay Lorea átti stórleik með Blikum og skoraði 28 stig en hjá Skallagrími var Sanja Orozovic með 19 stig og Keira Robinson 17.

Gangur leiksins: 4:8, 8:15, 11:22, 17:22, 20:26, 25:28, 31:32, 34:36, 36:38, 42:38, 51:44, 58:47, 63:49, 65:53, 65:60, 71:64.

Breiðablik: Jessica Kay Loera 28/6 fráköst, Iva Georgieva 10, Birgit Ósk Snorradóttir 10, Isabella Ósk Sigurðardóttir 8/8 fráköst/3 varin skot, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 7, Telma Lind Ásgeirsdóttir 5, Fanney Lind G. Thomas 3.

Fráköst: 22 í vörn, 3 í sókn.

Skallagrímur: Sanja Orozovic 21/6 fráköst, Keira Breeanne Robinson 17/6 fráköst/5 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 13/10 fráköst, Nikita Telesford 5/6 fráköst, Embla Kristínardóttir 4/4 fráköst, Maja Michalska 4/6 fráköst.

Fráköst: 30 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Sigurbaldur Frimannsson, Ingi Björn Jónsson.

Áhorfendur: 6

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert