Þórsarar í 2:1 eftir spennutrylli

Tómas Valur Þrastarson skoraði 25 stig í kvöld
Tómas Valur Þrastarson skoraði 25 stig í kvöld Eggert Jóhannesson

Njarðvík og Þór Þ. áttust við í þriðja leik sínum í 8 liða úrslitum efstu deildar karla í körfubolta í kvöld og lauk leiknum með sigri Þórs, 110:107, og eru Þorlákshafnarbúar 2:1 yfir í einvíginu.

Þór er því ein­um sigri frá því að kom­ast í undanúr­slit gegn annað hvort Val eða Hetti frá Eg­ils­stöðum.

Þór sterk­ari í fyrsta leik­hluta

Leik­ur­inn í kvöld var gríðarlega hraður og spenn­andi. Stemmn­ing­in í Ljóna­gryfj­unni í Njarðvík var al­gjör­lega til fyr­ir­mynd­ar og var vel mætt hjá báðum liðum.

Það var Dar­vin Dav­is sem setti niður fyrstu körf­una í kvöld fyr­ir gest­ina úr Þór en Milka jafnaði strax í næstu sókn. Liðin skipt­ust síðan á að jafna og kom­ast yfir en Þórsar­ar voru ör­lítið sterk­ari í fyrsta leik­hluta og leiddu með 9 stig­um 31:22 eft­ir fyrsta leik­hluta.

Njarðvík skoraði 38 stig í öðrum leik­hluta

Ann­ar leik­hluti var stór­kost­lega skemmt­un þar sem Njarðvík­ing­ar skoruðu 38 stig. Bæði lið léku fast og börðust af mik­illi hörku. Njarðvík tókst að jafna í stöðunni 36:36 og svo aft­ur í stöðunni 46:46. Veig­ar Al­ex­and­ers­son kom Njarðvík síðan yfir 48:46 og þá tók við frá­bær kafli hjá heima­mönn­um sem endaði með flautuþrist frá Maciej Bag­inski.

Njarðvík leiddi með 9 stig­um í hálfleik, 62:53.

Stiga­hæst­ur í liði Njarðvík­ur í fyrri hálfleik var Chaz Williams með 15 stig en í liði Þórs var Tóm­as Val­ur Þrast­ar­son með 16 stig.

Njarðvík setti niður fyrstu körfu þriðja leik­hluta og staðan 64:53. Þór setti síðan niður næstu körfu og þannig gekk leik­hlut­inn fyr­ir sig en gest­irn­ir minnkuðu þó mun­inn hægt og þétt allt þar til þeir jöfnuðu í stöðunni 69:69, 71:71 og svo aft­ur í 77:77.

Þá urðu ákveðin kafla­skipti því gest­irn­ir frá Þor­láks­höfn komust yfir 80:77. Þegar þriðja leik­hluta lauk voru gest­irn­ir yfir með 4 stig­um 83:79 fyr­ir Þór.

4 leik­hluti kallaði á sprengitöfl­ur

Gest­irn­ir virt­ust ætla að vera sterk­ari í 4 leik­hluta og landa sigri en það var ekki svo. Þórsar­ar náðu mest 6 stiga for­skoti í stöðunni 87:81 en þá fóru heima­menn að minnka mun­inn og náðu að lok­um að jafna í stöðunni 89:89, 91:91 og 98:98.

Þá skoruðu gest­irn­ir 2 stiga körfu og náðu for­ystu 100:98. Dom­inykas Milka jafnaði leik­inn í stöðunni 100:100 á loka­sek­únd­unni og því þurfti að fram­lengja.

Milka skoraði fyrstu tvö stig fram­leng­ing­ar­inn­ar en gest­irn­ir jöfnuðu um hæl. Í kjöl­farið fylgdu tvær körf­ur frá Þór og mun­ur­inn orðinn 4 stig í stöðunni 106:102 fyr­ir Þór.


Njarðvík náði að minnka mun­inn niður í 106:105 og aft­ur í 108:107. Þá komu tvö stig í viðbót frá frá gest­un­um og þeir unnu að lok­um þriggja stiga sig­ur 110:107 og eru í kjör­stöðu fyr­ir fjórða leik­inn sem fer fram í Þor­láks­höfn.

Stiga­hæst­ur í liði Njarðvík­ur var Dom­inykas Milka með 29 stig en í liði Þórs var Darw­in Dav­is með 30 stig.
Njarðvík 107:110 Þór Þ. opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert