„Umtalsverð hætta á fjármálaóstöðugleika“

AFP

Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) hefur lækkað hagvaxtarspá sína fyrir árið um 0,3% og spáir nú 3% hagvexti í heiminum í ár. Ástæðan eru umtalsverð hætta á fjármálaóstöðugleika, litlum fjárfestingum og hagtölum sem hafa valdið vonbrigðum.

Stofnunin, sem er með höfuðstöðvar í París og nær til 34 ríkja, hvetur til samhæfðra og kröftugra aðgerða til þess að auka hagvöxt í heiminum. 

Í nóvember í fyrra lækkaði OECD einnig hagvaxtarspá sína fyrir árið um 0,3% og spáði þá 3,3% hagvexti í ár. Stofnunin óttast að þurfa að lækka spána enn frekar verði ekki gripið til aðgerða. Ekki sé nóg að einstök ríki grípi til aðgerða heldur þarf á samræmdum aðgerðum að halda.

Þau ríki sem eru sérstaklega nefnd þegar kemur að viðkvæmu efnahagsástandi eru Tyrkland, Rússland og Brasilía.

OECD spáir 2% hagvexti í Bandaríkjunum í ár og 2,2% á næsta ári. Í Bretlandi er spáð 2,1% í ár og 2% á næsta ári. Í Kanada er spáð 1,4% hagvexti 2016 og 2,2% 2017. Í Japan er aðeins gert ráð fyrir 0,8% vexti í ár og 0,6% á næsta ári.

Á evrusvæðinu spáir OECD 1,4% hagvexti í ár og 1,7% á því næsta. Af stóru evruríkjum er spáð 1,3% hagvexti í Þýskalandi í ár og 1,7% á næsta ári. Í Frakklandi hljóðar spáin upp á 1,2% ár og 1,5% á næsta. Ítalía er með 1% hagvöxt í ár og 1,4% árið2017.

OECD spáir 6,5% hagvexti í Kína í ár og 6,2% á næsta. Indland er með mikinn hagvöxt í ár eða 7,4% og 7,3% 2017. Brasilía er í miklum öldudal en þar er spáð 4% hagvexti í ár.


Spáin í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK