Vilja áfram vera í tollabandalagi

AFP

Forsvarsmenn breskra bílgreinafyrirtækja gagnrýna áform bresku stjórnarinnar um útgöngu úr Evrópusambandinu (ESB). Segja þeir það valda „meiriháttar röskun“ í greininni verði ekki áfram um tollabandalag að ræða.

Starfsmenn í breskum bílaiðnaði og afleiddum greinum eru um 800.000 og veltir greinin um 80 milljörðum punda á ári. Hafna forystumennirnir tveimur valkostum vegna útgöngunnar og segja þá ógerlega.

Við núverandi aðstæður hafa bílsmiðir og framleiðendur íhluta í bíla getað flutt íhluti og fullkláraða bíla yfir landamæri ESB án eftirlits og tolla. Nýtt tollasamstarf annars vegar og flýtiafgreiðslukerfi hins vegar eru til umfjöllunar í ríkisstjórn Theresu May. Telja fulltrúar bílgreinanna hvort tveggja ónóg.

Ágreiningur er í stjórninni um hvaða leið verður valin. May og viðskiptaráðherrann Greg Clark eru hlynntari tollasamstarfi en t.d. Boris Johnson utanríkisráðherra hinni leiðinni. Tollasamstarf gengi út á að Bretar tækju við tollum á vörum fluttum út til ESB og skiluðu greiðslunum til Brussel. Í hinu tilfellinu yrðu reist tollalandamæri milli Bretlands og ESB og nýtækni notuð til að flýta allri afgreiðslu og gera hana eins liðlega og unnt væri. agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK