Losa eigi um eignarhaldið á Leifsstöð sem allra fyrst

Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Sigurður Bogi Sævarsson

„Ég hef ekki talið það skynsamlegt að ríkisfyrirtæki sé að standa í flugstöðvarrekstri,“ segir Óli Björn Kárason, formaður efnhags- og viðskiptanefndar Alþingis. Vísar hann í máli sínu til fréttar ViðskiptaMoggans fyrr í vikunni þar sem greint var frá þreifingum milli íslenska ríkisins og Innviða fjárfestinga slhf. um hugsanlega sölu á hlut í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Fram hefur komið að líkur séu á því að lífeyrissjóðir verði fengnir að samningaborðinu sé pólitískur vilji fyrir því að selja Leifsstöð.

Að sögn Óla Björns hefur málið margsinnis komið til umræðu, en sala flugstöðvarinnar hefur verið á stefnuskrá Sjálfstæðisflokks í talsverðan tíma. „Ég tel að það væri skynsamlegt að losa um þessa fjármuni og nota þá t.d. í samgöngumál. Allt svona tekur tíma en ég er þeirrar skoðunar að það ætti að vera löngu búið að þessu,“ segir Óli Björn.

Lesa má ítarlegra viðtal við Óla Björn í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK