Stjórnarformenn ríkisfélaga karlar í 73% tilvika

Heildareignir ríkisfyrirtækja árið 2019 námu um 5.293 milljörðum króna.
Heildareignir ríkisfyrirtækja árið 2019 námu um 5.293 milljörðum króna. mbl.is/​Hari

Stjórnarformenn fyrirtækja í eigu ríkisins eru í 73% tilvika karlkyns. Konur eru 27% stjórnarformanna. Karlkyns eru stjórnarmenn 55% og konur 45%.

Þetta kemur fram á nýjum undirvef stjórnarráðsins sem gerður til að auka gagnsæi um rekstur félaga í eigu ríkisins.

37 fyrirtæki

Íslenska ríkið á alfarið eða ráðandi hluti í 37 fyrirtækjum með mismunandi starfsemi og markmið en félögin eru mörg stór og áhrifamikil á íslenskum markaði.

Heildareignir ríkisfyrirtækja árið 2019 námu um 5.293 milljörðum króna, eigið fé samtals um 899 milljörðum króna. Stöðugildi voru um 6.000.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK