Tæplega tvöfölduðu veltuna milli ára

Elvar Orri Hreinsson var þekktur greinandi efnahagsmála þegar hann tók …
Elvar Orri Hreinsson var þekktur greinandi efnahagsmála þegar hann tók við sem framkvæmdastjóri Verkfæra. Kristinn Magnússon

Verkfæri ehf. í Kópavogi juku veltuna úr 630 milljónum í 1,1 milljarð milli ára 2020 og 2021. Elvar Orri Hreinsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir m.a. ný umboð hafa aukið sölu.

Elvar starfaði lengi sem greinandi hjá Íslandsbanka. Starfaði undir lokin við hlið Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings bankans en söðlaði um í ársbyrjun 2020 og gerðist greinandi hjá Samtökum fjármálafyrirtækja. Sumarið 2021 bauðst honum að verða framkvæmdastjóri Verkfæra.

En hver er saga Verkfæra?

„Ólafur Baldursson stofnaði fyrirtækið árið 2009 í kringum útflutning á vélum. Þá var ládeyða á markaði fyrir vinnuvélar og margar vélar lágu ónotaðar og umtalsverðir fjármunir bundnir í slíkum vélum. Því var rökrétt að flytja vélarnar úr landi enda ekki margir kaupendur innanlands eins og ástandið var. Ólafur einhendir sér því í þetta verkefni, selur vélar úr landi og myndar þannig víðtækt tengslanet úti í heimi,“ segir Elvar Orri.

Verkfæri ehf. er með aðsetur í nýju húsnæði í Tónahvarfi …
Verkfæri ehf. er með aðsetur í nýju húsnæði í Tónahvarfi í Kópavogi. Kristinn Magnússon

Þegar markaðurinn á Íslandi tók við sér hafi Ólafur því verið kominn með gott tengslanet til að hefja innflutning. Erlendir birgjar hafi verið ánægðir með þau viðskipti enda hafi Ólafur haft mikla þekkingu á íslenska markaðinum og gott tengslanet heima fyrir. Úr varð innflutningur á vélum og tækjum.

Mikill sölumaður

„Ólafur er frábær sölumaður, með háleit markmið og einbeitir sér nú að mestu að því að efla tekjugrunn fyrirtækisins, ýmist með því að efla núverandi viðskiptatengsl, sækja ný umboð eða nýja viðskiptavini,“ segir Elvar Orri. Félagið starfi nú í sölu og innflutningi á vélum, tækjum og búnaði fyrir byggingar- og jarðvinnuverktaka, framleiðslufyrirtæki, bæjarfélög og fleiri aðila. Þá selji fyrirtækið einnig vara- og fylgihluti og ýmiskonar þjónustu.

Þessi umskipti á rekstrinum, úr útflutningi í innflutning, urðu fyrir um áratug. Fyrirtækið var fyrst með aðsetur í Smáranum í Kópavogi en haustið 2019 flutti það sig um set í bæjarfélaginu og fjárfesti í nýju húsnæði í Tónahvarfi 3. Húsnæðið er nú samtals um þúsund fermetrar og þar nær fyrirtækið að samþætta skrifstofuhúsnæði, sýningarsal, verkstæðisrými, fundaraðstöðu, varahluta- og vörulager o.fl.

Lestu ítarlegra samtal í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK