Equinor fjárfestir í Carbon Recycling International

Sigurlína Ingvarsdóttir, stjórnarformaður CRI hf.
Sigurlína Ingvarsdóttir, stjórnarformaður CRI hf. Ljósmynd aðsend/Baldur Kristjánsson

Carbon Recycling International (CRI) hefur lokið fjárfestingarlotu upp á 30 milljón bandaríkjadala, sem eru rúmir fjórir milljarðar íslenskra króna.

Meðal nýrra fjárfesta í fyrirtækinu er Equinor Ventures, fjárfestingararmur Equinor, hið norska fyrirtæki sem í eina tíð hét Statoil. Í tilkynningu segir að aðrir fjárfestar sem komið hafi inn við þessa fjármögnun hafi verið Gildi lífeyrissjóður, Sjóvá og Lífeyrissjóður Vestmannaeyja.

CRI hefur þróað leiðandi tæknilausn á heimsvísu sem gerir viðskiptavinum þeirra kleift að framleiða metanól á umhverfisvænan hátt úr koltvísýringi og vetni, sem síðan er hægt að nýta sem grænan orkugjafa eða í efnavörur.

Tæknilausnin var þróuð og prófuð á Íslandi og var í kjölfarið innleidd í stærstu verksmiðju sinnar tegundar í heiminum. Á meðal annarra, stórra hluthafa í fyrirtækinu eru Geely, Methanex og Eyrir Invest.

Tilbúin til að stækka enn frekar

„Þrjátíu milljón dollara fjárfesting Equinor Ventures og annarra sterkra fjárfesta sem ganga nú í hluthafahóp CRI undirstrikar trú á tækni félagsins og þá markaðsmöguleika sem blasa við CRI. Fyrirtækið er nú vel í stakk búið til að vaxa á alþjóðlegum markaði, með einstaka tæknilausn í fararbroddi sem mun gegna stóru hlutverki í grænum orkuskiptum,“ segir Sigurlína Ingvarsdóttir, stjórnarformaður Carbon Recycling International.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka