Telja okuskipti tekin fram yfir lífríki hafsins

Örn Pálsson segir hættu á að auknar togveiðar á grunnslóð …
Örn Pálsson segir hættu á að auknar togveiðar á grunnslóð geti stefnt uppeldissvæðum þorsksins í hættu. mbl.is/Golli

Smábátaeigendur óttast að lög sem ætlað er að skila minni kolefnislosun fiskiskipa á grunnslóð leiði til þess að þorskstofninum verði ógnað með því að stærri skipum verði hleypt inn á uppvaxtarsvæði þorskseiða, að því er fram kemur í Morgunblaðinu.

Þann 30. maí síðastliðinn samþykkti Alþingi frumvarp Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands með tilliti til aflvísa. Með breyttum viðmiðum laganna er vonast til að útgerðir geti tekið í notkun ný og sparneytnari skip sem hafa aukið afl vegna stærri skrúfu.

Smábátasjómenn óttast að auknar togveiðar á grunnslóð.
Smábátasjómenn óttast að auknar togveiðar á grunnslóð. mbl.is/Árni Sæberg

„Landssamband smábátaeigenda (LS) mótmælti frumvarpi ráðherra á öllum stigum og færði fyrir því ýmis rök. Það eru því mikil vonbrigði að frumvarpið hafi verið samþykkt sem lög. LS hefur þegar hafið undirbúning að því að lögunum verði breytt, enda líklega ekki seinna vænna ef koma á í veg fyrir innheimtu skaðabóta þeirra sem nú eru að útbúa sig til að sækja á grunnslóðina, sem þeir gátu ekki áður,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS.

Bendir hann á rannsókn Michelle Lorraine Valliant sem sýnt hefur fram á að ungviði þorsktegunda leita í kalkþörungabreiður í íslenskum fjörðum sem mynda mikilvægt búsvæði.

„Með breytingunni verður vélarafl og togkraftur ekki lengur hamlandi þáttur á trollveiðar innan 12 mílna landhelgislínunnar. Með breytingunni er verið að raska því jafnvægi sem ríkt hefur við veiðar og nýtingu á grunnslóðinni, allt í nafni orkuskipta,“ segir hann.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.5.24 366,91 kr/kg
Þorskur, slægður 31.5.24 494,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.5.24 563,86 kr/kg
Ýsa, slægð 31.5.24 324,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.5.24 97,30 kr/kg
Ufsi, slægður 31.5.24 257,80 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 31.5.24 341,38 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 30.5.24 362,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.6.24 Sigurey ST 22 Grásleppunet
Grásleppa 3.104 kg
Þorskur 517 kg
Samtals 3.621 kg
1.6.24 Kári SH 78 Grásleppunet
Grásleppa 648 kg
Samtals 648 kg
1.6.24 Hafsvala BA 252 Grásleppunet
Grásleppa 521 kg
Samtals 521 kg
1.6.24 María SH 14 Grásleppunet
Grásleppa 1.984 kg
Samtals 1.984 kg
1.6.24 Hrói SH 40 Grásleppunet
Grásleppa 302 kg
Samtals 302 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.5.24 366,91 kr/kg
Þorskur, slægður 31.5.24 494,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.5.24 563,86 kr/kg
Ýsa, slægð 31.5.24 324,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.5.24 97,30 kr/kg
Ufsi, slægður 31.5.24 257,80 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 31.5.24 341,38 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 30.5.24 362,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.6.24 Sigurey ST 22 Grásleppunet
Grásleppa 3.104 kg
Þorskur 517 kg
Samtals 3.621 kg
1.6.24 Kári SH 78 Grásleppunet
Grásleppa 648 kg
Samtals 648 kg
1.6.24 Hafsvala BA 252 Grásleppunet
Grásleppa 521 kg
Samtals 521 kg
1.6.24 María SH 14 Grásleppunet
Grásleppa 1.984 kg
Samtals 1.984 kg
1.6.24 Hrói SH 40 Grásleppunet
Grásleppa 302 kg
Samtals 302 kg

Skoða allar landanir »