Kuldaboli

Helstu upplýsingar

Nafn Kuldaboli
Kennitala 430285-0179
Aðsetur Hafnarbakki 30, 815 Þorlákshöfn
Símanúmer 483-3110
Vefslóð www.kuldaboli.is
Netfang kuldaboli@kuldaboli.is

Starfsemin

Kuldaboli í Þorlákshöfn er fullkomið frystivöruhótel sem þjónar matvælaframleiðendum jafnt sem innflytjendum og útflytjendum. Þar er á einum stað afar tæknivædd geymsla fyrir frystar afurðir, skilvirk dreifingarstöð, sérútbúið skoðunarherbergi til gæðaeftirlits vöru og skoðunarstöð.

Kuldaboli stenst ítrustu kröfur um meðferð og geymslu matvæla og sérhæft vöruhótel fyrir skammtíma jafnt sem langtíma geymslu á frystivöru. Fullkomið stjórnkerfi heldur kælingunni stöðugri og viðskiptavinir geta fengið nákvæmt yfirlit um hitastig á geymslutíma. Öll vara er strikamerkt og móttaka og afhending skráð rafrænt um leið og varan fer á færiböndum inn og út úr frystigeymslu. Lyftarar í geymslunni eru útbúnir lesurum fyrir strikamerkin. Með því móti er tryggt að hver pallur fari á rétta hillu við móttöku og afhendingu

Kalt þjónusturými er um 300 m2 fyrir framan frystigeymsluna. Þar er hægt að afgreiða þrjá gáma eða flutningabíla samtímis. Einnig er fullkomin aðstaða til móttöku og flokkunar á frosnum afurðum beint úr frystiskipum.

Kuldaboli stendur fyrir traust, árangur og sveigjanlega þjónustu sem eru áhersluþættir í okkar samskiptum við viðskiptavini og meðal starfsmanna félagsins.

Í kuldabola er:

Frystivöruhótel sem uppfyllir allar kröfur gæðastaðla í matvælaiðnaði um geymslu á

frystivöru.

Pláss fyrir 2.800 bretti í hillurekkum sem hver um sig er strikamerktur.

Hvert bretti er strikamerkt við móttöku.

Skammtíma jafnt sem langtíma geymsla á frystivöru.

Landamærastöð fyrir sjávarafurðir.

Kjötpökkunarstöð, en það nær til móttöku, sögunar, pökkunar og geymslu á frystu kjöti.

tollvörugeymsla.

Þjónusta við að gera vörur klárar til útflutnings, sbr. merkja kassa/bretti, setja innsiglismiða á kassa ofl.

Við leggjum metnað okkar í góða þjónustu, byggða á langri og víðtækri reynslu.

Við vitum að það skilar okkur ánægðum viðskiptavinum, sem er besti mælikvarðinn á störf okkar.

Saga fyrirtækisins

Þann 13. september 1984 var Ísfélag Þorlákshafnar hf. stofnað. Því var ætlað að þjónusta útgerðir og fiskvinnslur með íssölu í Þorlákshöfn. Hafist var handa við að reisa ísverksmiðju við enda Svartaskersbryggju í Þorlákshöfn.

1. október 1985 var verksmiðjan tekin í notkun og í stað vörubíls og snígils var komin blástursbúnaður frá verksmiðjunni niður á bryggjukant og skip og bátar fengu afgreiddan ís beint um borð. Við ísverksmiðjuna sjálfa var íssnigill sem renndi ísnum beint í kör.

Árið 1994 var þjónustan bætt ennfrekar, þegar byggð var trébryggja að frumkvæði félagsins fyrir neðan ísverksmiðjuna. Samfara því var bætt við nýjum afgreiðslustað á trébryggjunni.

Árið 1998 samþykkti hluthafafundur þann 22. október að veita stjórn félagsins heimild til að auka hlutafé og fara út í byggingu á frystivöruhótelinu KULDABOLI. Framkvæmdir við byggingu KULDABOLA hófust vorið 1999 og var hann formlega tekin í notkun 6. nóvember sama ár og var þá eitt fullkomnasta frystivöruhótel í heimi. Ásamt þessu stóra og metnaðarfulla verkefni, var í upphafi ársins 1999 tekið í notkun nýtt sjálfsafgreiðslukerfi fyrir sölu og afgreiðslu á ís úr ísverksmiðjunni.

Árið 2000 tók félagið í notkun ÍSVAGNINN sem var útbúin með afgreiðslubúnaði. Með honum var hægt að selja ís með afhendingarþjónustu á öllu suðvestur horni landsins og víðar. Þessari þjónustu var hætt árið 2006.

Árið 2001 var yfirtekin skipaafgreiðsla sem Skipaþjónusta Suðurlands hf. hafði starfrækt. Nú er félagið orðið að öflugu þjónustufyrirtæki með þrjár rekstrareiningar, frystivöruhótel, skipaafgreiðslu og ísframleiðslu.

Tengiliðir

Pétur Björnsson

Framkvæmdastjóri
Farsími: 893-1162
petur@isfell.is

Ásgeir Guðmundsson

Löndun - skipaafgreiðsla
Beinn sími: 481-3110
Farsími: 898-3196

Guðmundur Smári Tómasson

Viðhaldsstjóri - umsjón ísverksmiðju, skipaafgreiðsla
Beinn sími: 481-3110
Farsími: 690-1354

Jón Rúnar Gíslason

Löndun - skipaafgreiðsla
Beinn sími: 481-3110
Farsími: 897-5911

Róbert Karl Ingimundarson

Rekstrarstjóri
Beinn sími: 481-3110
Farsími: 695-3200
robert@kuldaboli.is

Ingrún Vala Hlynsdóttir

Skrifstofa
Beinn sími: 481-3110
ingarun@kuldaboli.is

Á þitt fyrirtæki erindi í Þjónustuskrá 200 mílna? Kynntu þér málið!

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.5.24 366,91 kr/kg
Þorskur, slægður 31.5.24 494,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.5.24 563,86 kr/kg
Ýsa, slægð 31.5.24 324,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.5.24 97,30 kr/kg
Ufsi, slægður 31.5.24 257,80 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 31.5.24 341,38 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 30.5.24 362,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.6.24 Sigurey ST 22 Grásleppunet
Grásleppa 3.104 kg
Þorskur 517 kg
Samtals 3.621 kg
1.6.24 Kári SH 78 Grásleppunet
Grásleppa 648 kg
Samtals 648 kg
1.6.24 Hafsvala BA 252 Grásleppunet
Grásleppa 521 kg
Samtals 521 kg
1.6.24 María SH 14 Grásleppunet
Grásleppa 1.984 kg
Samtals 1.984 kg
1.6.24 Hrói SH 40 Grásleppunet
Grásleppa 302 kg
Samtals 302 kg

Skoða allar landanir »