Erfitt að vera í ABBA og vera mamma

Benny Andersson, Anni-Frid Lyngstad, Agnetha Faltskog og Björn Ulvaeus. Það …
Benny Andersson, Anni-Frid Lyngstad, Agnetha Faltskog og Björn Ulvaeus. Það reyndi á þau Faltskog og Ulvaeus að vera foreldrar og í ABBA. AFP

Agnetha Fältskog, segir það hafa verið erfitt að sinna móðurhlutverkinu og poppstjörnuhlutverkinu í söngflokknum ABBA. Fältskog eignaðist tvö börn með fyrrverandi eiginmanni sínum, ABBA-félaganum Birni Ulvaeus.

„Þetta gerist oft, þú byrjar ferilinn á sama tíma og þú vilt verða móðir,“ sagði Fältskog í nýrri heimildarmynd um ABBA að því fram kemur á vef People. Henni fannst erfitt að fara frá frumburðinum Lindu Elínu þegar hún fór á tónleikaferðalög. „Þú fórst alltaf að sofa með slæma samvisku af því hún vildi mig og ABBA vildi mig og það var erfitt að gera þetta allt.“

Ulvaeus tók undir með fyrrverandi eiginkonu sinni. „Þegar við komum aftur heim [eftir tónleikaferðalög] þekkti dóttir okkur ekki. Það var erfið reynsla,“ sagði hann í heimildarmyndinni. 

Fältskog og Ulvaeus skildu að lokum. Þeim tókst þó að halda samskiptunum góðum og héldu áfram í ABBA þangað til árið 1982 þegar hljómsveitin hætti. 

Bjorn Ulvaeus, Agnetha Faltskog, Anni-frid Lyngstad og Benny Andersson árið …
Bjorn Ulvaeus, Agnetha Faltskog, Anni-frid Lyngstad og Benny Andersson árið 1980. AFP/ROGER TURESSON
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert