Prins Póló snýr heim á Hammondhátíðina

Lífi Svavars Péturs Eysteinssonar eða Prins Póló verður fagnað á …
Lífi Svavars Péturs Eysteinssonar eða Prins Póló verður fagnað á afmælistónleikum á Djúpavogi á morgun. Mynd frá afmælistónleikum í fyrra. Ljósmynd/Aðsend

Hirð tónlistarmannsins heitins Svavars Péturs Eysteinssonar, sem var betur þekktur sem Prins Póló, spilar á Hammondhátíð á Djúpavogi á morgun, 26. apríl.

Er það á sjálfum afmælisdegi prinsins sem hefði fagnað 47 ára afmæli sínu.

Yfirskrift tónleikanna er Prinsinn heim. Þar sem Svavar Pétur bjó í Berufirði og þótti afskaplega vænt um staðinn og fólkið. Hann lést haustið 2022 eftir baráttu við krabbamein.

Spila bestu lög Prins Póló

Hirðin er að þessu sinni svona skipuð: Valdimar Guðmundsson, Lay Low, Benedikt Hermann Hermannsson, Borko, Örvar Smárason, Svanhildur Lóa og Berglind Häsler.

Kynnir verður Sandra Barilli og í veislunni verður tilkynnt hver hlýtur fyrsta styrkinn úr Minningarsjóði Svavars Péturs Eysteinssonar og frá því verður streymt á Instagram-síðu Havarí.

Hirðin spilar bestu lög Prins Póló og FM Belfast þeytir skífum til að klára kvöldið með glans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Yfirlýsingar sem gefnar eru snemma dags móta það sem eftir er vikunnar. Notaðu daginn fyrir þig, gerðu hluti sem færa þér innri frið og auka vellíðan.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Yfirlýsingar sem gefnar eru snemma dags móta það sem eftir er vikunnar. Notaðu daginn fyrir þig, gerðu hluti sem færa þér innri frið og auka vellíðan.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir